Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 40
134
NÁ'l'l'ÚRUFRÆfilNGURlNN
bagga losnar það einnig auðveldlega aftur. Eins og fyrr segir, eru
um 7 km úr Hraunteig að steinadreifinni milli Svínhagalækjar og
Víkingslækjar og dreifin sjálf um 5 km löng. Díóttu steinarnir hafa
því flutzt að minnsta kosti um 7—12 km í skógarklyfjunum þaðan,
sem þeir voru látnir í þær.
Nú er leiðin, sem þessir flutningar lágu um, lögð niður, og sér
engin merki liennar önnur en grjótdreifina. Annarra minja er naum-
ast heldur að vænta á gróðurvana mel, þar sem sandrok eru tíð. Aftur
á móti virðist þetta í alla staði eðlileg leið til lestaferða úr Næfur-
holtsskógum fram á Rangárvelli. Hún er ívið heinni en sú, sem nú
er farin, „fram með á“, og væri engu miður greiðfær, ef báðar væru
jafntroðnar. í gömlu leiðinni er nú enginn bær milli Svínhaga og
Geldingalækjar. En nýja leiðin þræðir bæjaröðina með Rangá: hjá
Svínhaga, Bolholti, Kaldbak, Þingskálum, Heiði og Geldingalæk.
Sú bæjaröð er ekki nema hálfrar annarrar aldar gömul. Tveir bæj-
anna, Kaldbakur og Þingskálar, voru byggðir nýbýli í Víkingslækj-
ar landi um aldamótin 1800, er Víkingslækur eyddist af sandfoki.
En sá bær (sem talinn er hafa vérið stórbýli) stóð einmitt við eystri
leiðina — hinar fornu, upp Ijlásnu og sandi drifnu slóðir skógarlest-
anna, sem dílóttu steinarnir einir eru nú til frásagnar um.