Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 43
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
137
hraunurð efst og neðst, en samfelldari steypa í miðju. Undir hraun-
inu liggur jarðvegslag, um metra þykkt,. með nokkrum röndum af
ösku og vikri. Þar undir tekur við móberg, sams konar og í öllum
suðurvegg gilsins.
Efstu og langvatnsmestu uppsprettur lækjarins komu upp þétt
saman úr vissu lagi móbergsins í suðurbarmi gilsins. Hinar efstu og
stærstu voru rétt neðan við brúnina, og mátti við illan leik klifra
niður að þeim, en fáeinum metrum vestar var ein lítil lind alveg
uppi á brúninni. Hennar verður oftar getið og skal framvegis kölluð
litla lindin. Frá öllum þessum lindum fossaði vatnið ofan sléttan
móiiergshalla, hálan og ókleifan. Sá foss var um 5 m hár. Fyrir ofan
fossinn var gilið vatnslaust, en frá honum rann lækurinn ofan eftir
því niður á jafnsléttu og síðan út á vikursanda, þar sem hann seig
sntám saman í jörð og hvarf. Rennslið í gilinu mældist mér um 30
I á sek., og eru þá með taldar tvær smásytrur, er koma t'ir öðrum og
minni iindum en þeim, sem þegar er getið, og sameinuðust aðal-
læknum um 100 m fyrir neðan fossinn.
Hiti vatnsins í elstu lindunum, að með talinni litlu lindinni, var
4.6°, þ. e. hinn sami og í þau fjögur skipti, sem ég liafði mælt hann
áður. (í júlí 1930 4\/>°, 8. apríl ’47 4.5°, 10. júlí 4.6° og 15. júlí
4.6°.) — Það er eftirtektarvert um þessar uppsprettur, að þær eru
meðal hinna allra hlýjustu, sem til eru í Hekluhraunum og rnó-
bergseyjum, sem upp úr þeim standa, og liggja þó liæst þeirra allra.
— Þenna dag hlýnaði lækjarvatnið óvenju ört, eftir því sem lengra
dró frá upptökum, enda var hlýtt í veðri, nokkurt sólskin og stormtir
með sandroki, sem gruggaði lækinn. 100 m frá upptökum var liiti
vatnsins orðinn 7,7° og öðrum 100 m neðar 8,3°.
Mér dvaldist nokkuð lengi þarna í gilinu, ef til vill ekki eingöngu
í rannsóknar skyni, ég var líka að kveðja. Að vísu bjóst ég varla
við hrauninu niður í tjaldhvamminn minn né gilið þenna dag, en
allar horfur voru á, að það mundi koma þar næstu daga. Vonin um
grið var orðin ákaflega lítil.
Og þegar ég kom tipp á brekkubrúnina lyrir ofan Stóraskógs-
botna, varð sú von að engu. Undanfarna daga liafði hraunið hrúgazt
þarna upp í háa brún. Sú brún stóð að vísu enn víðast kyrr. En hún
hafði brostið, og út undan henni skreið nú hraunið með óvenju
miklum hraða. Það hafði breiðzt langleiðina suður að rótum Botna-
I jalls og var þai' nú sem óðast að fylla hin efstu drög þurra gilsins upp
af Stóraskógsbotnum. Fyrirsjáanlegt var, að það nnmdi falla fram