Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 44
138 NÁTTÚRtJFRÆÐINGURINN ;i£ brúninni innan fárra klukkustunda, og úr því gal það ekki orðið lengi á leiðinni niður í læk. Ég læt ósagt, livort mér þótti betur eða miður, er ég sá, hvernig komið var. Úr því að þetta átti fyrir Stóraskógsbotnum að liggja, var það þó bót í máli að geta verið áliorfandi að ósköpunum. Þess er ekki kostur á hverjum degi að sjá hraun renna í vatn. Undanhlaúp úr hárri hraunbrún shammi fyrir ofan Stóraskógsbotna, 22. ágúst 1947. Kl. 3 síðd. var hraunið komið fram á brekkubrún fast norðan við efra enda gilsins. Þótti mér dragast lurðu lengi, að það félli í gilið. í stað þess hljóp nú hrauntaumur ol'an hlíðina (il norðvesturs. Hann lengdist um 80 m á 35 mínútum. Það var langmesti hraði, sem ég hafði til þessa séð, á hraunbrún (2.3 m/mín.). Auk þess hækkaði og breikkaði þessi hraunálma í sífellu, og um kl. 4 ultu fyrstu steinarnir úr suðurjaðri hennar niður í gilið og spölkorn áfram ofan eftir því.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.