Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 125 um snjó hefur beygt hana með ófurþunga sínum. Þar senr ég fann hvergi nokkur merki um ör eða sár, tel ég, að snjórinn eigi hér scikina. En eltir nokkur ár hafði tréð rétt sig við og óx með vaxt- arhraða æskunnar; það virtist hafa gleymt áfalli sínu algjörlega. Næstu hundrað árin stóð tréð með miklum blóma. Hinn öri vöxtur þess á því tímabili sýnir, að veðráttan hefur verið hagstæð og jarðvegurinn frjór. Hann bendir einnig til þess, að engin önnur tré hafa vaxið þarna rétt lijá, svo að „gamla furan“ hefur haft sólskinið og jarðveginn út af fyrir sig. Tréð hafði vaxið jafnt á allar liliðar, og mergurinn var í miðju jress. En hefði eitthvert tré staðið mjög nálægt, hefði „gamla luran“ vaxið miklu ltægar þeim megin heldtir en annars staðar og vaxtarlagið orðið þynnra, og þá hefði mergurinn ekki verið í miðjti trésins. Þegar „gamla furan“ var orðin 135 ára, varð hún lyrir slysi, sem ég get ekki skýrt á annan veg en þann, að stórt tré, sem stóð nokkra metra frá henni, hafi fokið um koll og í fallinu rekið tvær af greinum sínum á kaf í stofn „gömlu furunnar“, því að í hlið lrelinar fann ég tvo dauða greinarstúfa. Þessi sár virðast liafa gróið fljótt, en j)ó liðu allmörg ár, áður en endarnir á greinarstúfunum voru fyllilega horfnir inn í trjástofninn og gróið yfir þá. Þegar ég fann þá, 900 árum seinna, voru jreir þrjú fet fyrir innan börkinn. Það er ekki ósennilegt, að tréð, sem rakst á „gömlu furuna“, hafi veitt henni ýmis önnur sár, því að einu eða tveimur árum seinna tóku trjábjöllur og maurar að herja á hana. Þessi skaðræðiskvikindi grófu holur inn í trjábolinn á ýmsum stöðum, nokkrum fetum ofan við aðalsárin. Vegna j)ess hve svarthöfðar (Parus atricapillus) og hnetubrjótar (Sittida) eru iðnir við að éta maura og önnur skorkvikindi, sem leggjast á tré, virðist svo sem fuglar jiessir hafi ver. ið sjaldgæfir um það leyti, sem maurarnir og trjábjöllurnar kornu til sögunnar, eða árásarclýrin hafi komið inn um opin sárin, jrrátt l'yrir árvekni fuglanna. Maurarnir og trjábjöllurnar grófu göng í vaxtarlag trésins innan undir berkinum og stofnuðu jrar með sér heilar „nýlendur“. Þessar „nýlendur" stækkuðu ört, og að skömm- um tíma liðnum var líf „gömlu furunnar" í mikilli hættu. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Einn góðan veðurdag kom yfirskurðlæknir allra furuskóga Suðvesturlandsins. Þessi skurð- læknir var Texasspætan. Hún var fljót að finna sárið, og þegar hún liafði hlerað eftir, hvar óvininn var að finna, tók hún til starl'a. Hún gerði tvo uppskurði, er tókust vel. Þeir nægðu jx> aðeins til

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.