Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 99 safninu frá Ströndum, til Steindórs Steindórssonar, samkvæmt óskum lians í „Náttúrufræðingnum" í grein um gróðurríki íslands. Hann notaði þann lista að nokkru leyti við samningu rits síns um gróður Vestljarða, sem út kom árið 1946. Þótt honum Idyti að liafa verið ljóst, að listinn var í ófullkomnasta lagi og ekki öruggur, þar eð hann var gerður af sextán ára skóíapilti, notaði liann hann í þetta sinn án þess að spyrja nánar um innihald lians. Hefði það þó legið beint við, þar eð höfundur listans Iiafði þá lokið doktorsprófi í grasafræði nokkrum árum áður og gat hæglega athugað safnið allt nánar. Hefði Steindór látið mig vita um, að hann væri að semja rit um gróður Vestfjarða, myndi listi hans í því hafa getað orðið mnn fullkomnari og þá ekki aðeins vegna ógreindra eintaka sjaldgæfra jurta frá Hornströndum. Safn mitt frá Ströndum lá óhreyft árum saman. Á ísafirði og ná- grenni safnaði ég dálitlu, þótt oft væri erfitt að komast til þess frá erfiðisvinnu og vegna skorts á aðstæðum til ferðalaga. Þegar ég fór utan haustið 1937, skildi ég mestallt safnið eftir í kössnm heima, og þar lá það, þar til ég fékk fastan samastað vorið 1946. Haustið 1946 fór ég að róta dálítið í safninu, og ég hafði ekki litið nánar á margar ættkvíslir, þegar mér varð ljóst, að það hafði að geyma töluverðan fróðleik, sem vert væri að vinna úr. Þess vegna ákvað ég að eyða tíma í að fara ylir safnið allt sem nákvæmlegast og ákvarða allar tegundirnar að nýju. Fyrsta árangri þessarar yfir- ferðar hefur verið lýst'áður í sambandi við uppgötvun tveggja nýrra tegunda, sem áður höfðu ekki fundizt hér á landi, en það eru heim- skautasveifgras (Poa arclica ssp. depaiiperata) (lýst í „Náttúrufræð- ingnum" 1947, 1. hefti) og rauðfífa (Eriophorum russeolum) (lýst í „Botaniska Notiser" 1948, 1. hefti). En yfirlit yfir athuganirnar allar er gefið í þessari grein. í sambandi við útbreiðslu hinna ýmsu tegunda skal þess getið, að þær tegundir eru taldar algengar, sem ég hef séð eða tekið á tveim stöðum hið fæsta í hverri vík eða nágrenni þeirra frá Hælavík að vestan til Barðsvíkur austast. Viða tel ég þær tegundir vaxa, sem getið er um eða teknar liafa verið að minnsta kosti í allflestum vík- unum eða nágrenni þeirra. Samt geng ég þess ekki dulinn, að marg- ar þeirra tegunda, sem ekki eru taldar algengar, geta hæglega vaxið á hverri þúfu, þótt ég hafi ekki veitt þeim athygli, og eins getur vel verið, að ég liafi stundum beinlínis leitað hin fátt eintök uppi í hverri vík, svo að meira sé af þeim í safninu en vænta mætti. Og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.