Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 50
44
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Varpheimkynni lundans eru við norðanvert Atlantshaf og nálæga
hluta Norður-lshafsins. Hann er varpfugl á austurströnd Norður-
Ameríku frá Maine til Labrador, Grænlandi (einkum vesturströnd-
inni), íslandi, Jan Mayen, Bjarnareyju, Svalbarða, Nóvaja Zemlja,
Kolaskaga og Murmanströnd, Noregi, vesturströnd Svíþjóðar (Bohus-
lan), Færeyjum, Bretlandseyjum, Ermarsundseyjum og smáeyjum
við Bretagne-skaga í Frakklandi.
Hér á landi er lundinn afar algengur varpfugl allt í kringum land.
Hvað einstaklingafjölda snertir, mun hann að líkindum vera algeng-
astur allra íslenzkra fugla. Varpstöðvar lundans eru ýmist í eyjum
fyrir landi eða í björgum og bröttum fjallshlíðum við sjó. Viða eru
miklar lundabyggðir í lágum grasi vöxnum eyjum, en óvíða munu
þó vera stærri lundabyggðir en í háum, sæbröttum og óbyggðum eyj-
um, en þar verpur lundinn bæði í björgunum utan með þeim og
uppi á þeim. Hins vegar er mér ekki kunnugt um, að lundinn verpi
nokkurs staðar á flatlendum ströndum á meginlandi Islands. Þar er
hann aðeins í björgum eða bjargbrúnum eða sæbröttum fjöllum. En
lundabjörgin geta verið mjög margvísleg, eða allt frá lágum kletta-
bökkum og upp í fleiri hundruð metra há, þverhnípt standbjörg. Eins
og kunnugt er verpur lundinn í holur, er hann oftast grefur sér sjálf-
ur. I björgum verpur hann því mest í bjargbrúnunum eða í gróður-
torfum eða gróðurflám niðri í björgunum sjálfum. Oft verpur hann
þó i glufum eða holum í berginu eða i urðum við bjargrætumar.
Undir slíkum kringumstæðum er auðvitað ekki um holugröft að ræða.
Þar sem lundinn verpur í lágum, grasi vöxnum eyjum með gljúpum
jarðvegi eru lundaholurnar oftast um 1.5 m á lengd. Holuopið er
stundum alveg kringlótt og að meðaltali um 15 cm að þvermáli. Oft
er þó breidd holuopsins meiri en hæðin. Venjulega liggur holan lítið
eitt skáhallt niður á við, að minnsta kosti fremst. Sjaldan er holan
alveg bein frá holuopi til enda, heldur meira eða minna bogadregin
og stundum jafnvel með kröppum beygjum. Yfirleitt má þó segja, að
lengd holunnar og lögun fari mikið eftir jarðvegi og öðrum ytri skil-
yrðum á hverjum stað. Lundinn er félagslyndur fugl, sem oft verpur
þúsundum saman í stórum byggðum. Á slikum stöðum getur jarð-
vegurinn verið svo sundurgrafinn, að þessar neðanjarðarbyggðir lund-
ans hrynji saman, þegar gengið er þar um. Sjaldan verpa einstök
1. mynd. Lundabyggð í Skrúðnum, S.-Múl. — A puffin colony on the island
Skrúdur, E. lceland. — Ljósm. Bjöm Bjömsson 1951.