Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 20
14
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ísaldarjöklanna, er raskað hafa jafnvægi dalahlíðanna. Skýringar-
myndir þær, er hér fylgja (teknar úr greinargerð, er ég skrifaði um
Stífluhólana 1945), eiga að sýna skematískt, hvemig þetta hefur get-
að orðið. Mynd 5A sýnir vatnssorfinn dal (V-dal) fyrir síðasta jökul-
skeið. Mynd 5B sýnir sama dal undir lok jökulskeiðsins. Þær tugþús-
undir ára, sem jökullinn hefur legið þama yfir, hefur hann dýpkað
dalinn nokkuð, en þó einkum sorfið úr hlíðum hans, svo að þar hafa
orðið brattari og þversnið dalsins orðið U-laga. Meðan jökullinn fyllti
dalinn að mestu, lá hann að dalahlíðunum og hindraði skriðuföll,
en þegar jökullinn bráðnaði, hlupu skriður fram, þar sem jafnvægi
hafði raskazt. Hér kemur og það til, sem Helgi Pjeturss mun fyrstur
hafa bent á, að fyrst eftir að meginjökulinn hafði leyst að mestu af
landinu og landhækkun var mjög ör, hafa jarðskjálftar að líkindum
verið tíðari og sterkari en síðar varð, eftir að jafnvægi var komið á
að mestu. Hefur þetta getað átt sinn þátt í því, að svo margar berg-
skriður eru frá þessu timabili. Gera má ráð fyrir, að millilög i bas-
altfjöllum eigi sinn þátt í framhlaupunum og hafi oft verkað sem
skriðflötur. Teikningarnar eiga einnig að skýra þá staðreynd, að í
mörgum dölum eru framhlaupin nær einvörðungu öðrum megin ár,
en hin dalhlíðin næstum án skriðna. Þannig er það í Langadal og
Öxnadal, svo og í Eyjafjarðardal, en þar eru flestar og stærstar skrið-
ur hlaupnar fram úr fjöllunum vestan ár. (Tvær skriður úr Möðru-
fellsfjalli, og hefur sú yngri, Möðrufellshraun, hlaupið neðarlega úr
fjallinu, en sú eldri, Neðra hraun, komið hátt úr því. Hólahólar og
Leyningshólar eru einnig úr vesturhlíð dalsins. Ur austurhlíð dals-
ins eru m. a. smáskriður milli Tjarnar og Halldórsstaða). Sé halli
berglaganna þannig, að hallastefnan sé næstum þvert á stefnu dals-
ins, hallar lögunum að dalnum öðrum megin ár, en frá honum hin-
um megin, og er þá auðsætt, að skriðuhættan er nær einvörðungu
þeim megin, sem lögunum hallar að dalnum. 1 fjöllum þeim, sem
liggja að Langadal að austan, hallar lögunum allmikið til vesturs,
svo sem sjá má af þjóðveginum í þverdal Svartár, og skýrir það hin
miklu framhlaup vestur úr þessum fjöllum.
Bergskriðið er án efa allþýðingarmikill þáttur í mótun dalanna og
landslagsins, einkum á blágrýtissvæðunum, og ástæða til að gefa þess-
um þætti meiri gaum en gert hefur verið hingað til. Mér þykir ekki
ólíklegt, að sumar þær skálar eða botnar, sem setja svo svip á marga
dali og firði, einkum á Vestfjörðum, hafi upprunalega verið skriðuör,
sem jökull hafi setzt í og sorfið áfram. Á hverju nýju jökulskeiði sóp-