Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 41
NOKKRIR FUNDARSTAÐIR FÁGÆTRA JURTA
33
um 1940. Eru það þúsundblaðarós, skollakambur, ferlaufasmári, lyng-
búi, súrsmæra og bláklukkulyng. Virðist margt fágætra tegunda þarna.
Sá ég þær flestar í sumar.)
II. Nokkrir aðrir fundarstaðir.
HnoSafrœhyrna (Cerastium glomeratum). Vex í nýrækt í Homa-
firði. Hefur áður ekki fundizt austar en í Árnessýslu. Geitakál (Aego-
podium podagraria) Grófargili á Akureyri. Finnur Árnason ráðu-
nautui' fann það þar fyrir nokkrum árum og sýndi mér. Virðist það
dafna vel og blómgaðist mikið í sumar. Geitakálið er að ílendast bæði
í Fáskrúðsfirði og Mjóafirði og bætist þar nýr borgari í gróðunáki
landsins, sbr. Náttúrufræðinginn 1948 og 1950. Blæösp (Populus tre-
mula) fann Ingimar Sveinsson í Hríshólum í EgilsstaÖaskógi ll.júlí
s.l. sumar. Heyrði Ingimar skrjáfa undarlega í laufi, gekk á hljóðið
og fann öspina, sem hann síðar sýndi mér til ákvörðunar. Þrjár
stærstu aspirnar eru 4—5 m háar og fjöldi ungplantna að spretta
upp af rótarsprotum umhverfis. öspin var áður fundin að Garði !
Fnjóskadal og í Gestsstaðahlíð í Fáskrúðsfirði. Er all-líklegt að hún
vaxi víðar hér á landi. Asparlaufin eru stilklöng og skrjáfar í þeim
við minnsta vindblæ. Svipar að öðru leyti talsvert til stórra bjarkar-
laufa. Laufgast seinna en björkin.
l.sept. s.l. kom ég að Hvammi í Dölum. 1 lækjargili í túnjaðr-
inum vex mjög stórvaxinn skrautfífill (Hieracium thulense) líkt og
gulir runnar til að sjá. Sumir ná manni í mitti og bera allt að 55
körfur. Em þeir hinir skrautlegustu. Afrak og sorp mun stundum
hafa lent í gilinu og magnað grósku fífilsins. Glókollsfífill (H. holo-
pleurides) vex í hlíðinni rétt hjá. AÖ Árskógi á Árskógsströnd vex
talsvert af Rorippa silvestris við trjáreit við veginn. Var í blómi og
virðist vera að breiðast út. Vex einnig í trjáreit að Stóru-Hámundar-
stöðum. Akurarfi (Stellaria graminea) vex við veginn bæði að Litla-
og Stærra-Árskógi, mjög þroskalegur.
20. júlí s.l. sumar kom Jóhann Kr. Jónsson garðyrkjumaður i
Reykjahlíð til mín með einkennilega jurt úr gróðurhúsi á Varma-
landi í Mosfellssveit. Óx jurtin innan um prestafífla (Chrysanthemum)
og vafði sig svo fast utan um stönglana að sár urðu eftir. Sá ég, að
jurtin taldist til vaf-sníkjuættarinnar (Cuscuta) og ákvarðaði magister
Johs. Gröntved í Kaupmannahöfn hana síðan til tegundarinnar Cu-
scuta arvensis Beyric (= C. pentagona), en sú er amerísk. Hefur
jurtin sjálfsagt slæðzt með gróðurhúsajurtum og er ekki fundin áður
a