Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 17
SÉÐ FRÁ ÞJÖÐVEGI II 3. mynd. Bergskriður milli Gunnsteinsstaða og Móbergs í Langadal séðar fré suðri. Bærinn á myndinni er Gunnsteinsstaðir, skarðið upp til hægri Strjúgsskarð, en Móbergshnúkur með Stofum til vinstri við það. — Rockslides in Langidalur, N of the farm Gunnsteinsstadir. View to the N. — Ljósm. S. Þórarinsson. jökull, sem hefði nagað sig inn í hlíðina og ekið saman jökulgörðum fyrir framan sig. Er svo víða, að erfitt er að sjá, fyrr en eftir nána athugun, hvort skálarjökull hefur verið að verki eða bergskriða hlaup- ið fram. Svo er t. d. um Stórutjarnarskál sunnan Ljósavatns í Ljósa- vatnsskarði. Lítur út sem þar hafi skálarjökull sorfið sig inn í Stóru- tjarnarfjall og hlaðið upp jökulgörðum fyrir framan sig, en þó hygg ég sönnu nær, að bergskriða mikil hafi hlaupið fram úr Stórutjarnar- fjalli. Heitir þar Níplióll fremst í hólunum, en Níphólsvatn er á milli hóla og hamrahlíðar. Þegar kemur niður í öxnadalinn, sést skriða, Varmavatnshólar, á vinstri hönd, þegar kemur skammt norður fyrir brúna yfir öxna- dalsá, eða nokkru innar en gegnt Gloppu. önnur skriða er utar í dalnum, gegnt Fagranesi. Eru báðar þessar skriður hájaðraðar og skriðuörin mjög greinileg í fjallshlíðinni. Og svo koma þeir háu hól-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.