Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 22
Finnur Guðmundsson: Islenzkir fuglar VIII Kjói (Steicoiaiius paiasiticus (L.)) Kjóinn er miðlungsstór fugl og svipaður mófum í vexti. Hann telst til kjóaættarinnar, en til hennar teljast einnig skúmurinn og tvær aðr- ar kjóategundir (litli kjói og störi kjói), er stundum sjást hér vor og haust, en verpa hér ekki. Kjóar, máfar og kríur teljast til sama undir- ættbálks (Lari). Kjóinn er afar rennilegur og flugfimur fugl, en það, sem einkennir hann þó mest, er stélið, en tvær miðfjaðrir þess eru miklu lengri en hinar stélfjaðrirnar, og skaga því aftur úr stélinu eins og hali. Fullorðnir kjóar vega 350—450 g. Stærðarmunur eftir kynferði er mjög lítdl, en þó er kvenfuglinn oftast ívið stærri en karlfuglinn. Hjá kjóanum koma fram tvö litarafbrigði, sem standa ekki í neinu sambandi við aldur eða kynferði, eins og oft er álitið. Með tilliti til litarins er í daglegu tali talað um svarta og skjótta kjóa. Hinir svo- nefndu svörtu kjóar eru í sumarbúningi dökkbrúnir að ofanverðu, en sótbrúnir og mun ljósari (með gráleitum blæ) að neðanverðu. Ofan á höfði er svört hetta, sem nær niður að augum og aftur á hnakka. Hetta þessi er þó oft ógreinileg. Höfuðhliðar aftan við augu eru oft með meira eða minna áberandi strágulum blæ. Á fuglum í vetrarbúningi eru fjaðrimar á framanverðu baki oft ryðlitar í odd- inn, og á neðanverðum fuglinum em sumar fjaðrir með ógreinileg- um ljósbrúngulum þverflikmm- Annars virðist svo sem stundum sé mjög lítill munur á sumar- og vetrarbúningi lijá þessu litarafbrigði. Ungfuglar ó fyrsta ári em brúnir með ryðlitum fjaðrajöðrum á herð- um; og á undirgumpi, undirstélþökum og undirvængþökum em breiðar ryðlitar þverflikrur. — Skjóttu kjóarnir eru í sumarbúningi hvítir að neðan og með hvítan eða gulhvítan liálskraga, sem stundum nær þó ekki alveg saman aftan á hálsinum. Á bringuhliðum em grá- brúnar flikrur, sem stundum ná saman og mynda grábrúnt belti þvert yfir uppbringu og neðanverðan háls. Á síðum, undirgumpi og undirstélþökum er fuglinn grábmnn- Kollhettan er svört, og að ofan- verðu er fuglinn að öðru leyti eins á lit og svörtu kjóarnir. Á vet-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.