Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 25
ISLENZKIR FUGLAR VIII 17 uraa eru fjaðrir kollhettunnar með hvítleitum jöðrum, og á baki og 'herðum eru fjaðrajaðrar einnig hvítir. Á hálsi og kverk eru brún- leitar flikrur. Ungfuglar á fyrsta ári eru mjög breytilegir á lit. Þeir geta verið gráhvítir á höfði og hálsi með brúnum rákum, og að neðan- verðu hvítir með brúnum fjaðraoddum. Að ofanverðu eru þeir oft- ast dökkbrúnir með gulbrúnum eða ryðlitum fjaðrajöðrum. — Hjá báðum litarafbrigðunum eru dúnungarnir dökkbrúnir, stundum þó lítið eitt ljósari (grárri) að neðanverðu, í kringum augun, á kverk og á vængbroddum. Ungfuglar fá ekki að fullu lit fullorðinna fugla, fyrr en þeir eru 3—4 ára. Nef og fætur eru eins á lit hjá báðum litarafbrigðunum. Nefið er grásvart, svart í oddinn. Fætur eru svart- ir. Á ungfuglum er nefið blágrátt, dekkra í oddinn, og fæturnir eru einnig blágráir að öðru leyti en því, að fremri hluti sundfitja er svartur. Lithimna augans er dökkbrún. Varpheimkynni kjóans eru í norðlægum löndum allt í kringum hnöttinn, einkum þó norðan heimsskautsbaugs. Hann er meðal ann- ars varpfugl nyrzt í Skotlandi og á skozku eyjunum, i Færeyjum og á íslandi, á Jan Mayen, Bjarnareyju, Svalbarða, Franz Jósefslandi og Novaja Zemlja- Hann er ennfremur varpfugl í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og íshafslöndum Rússlands og Sibiríu allt austur að Ber- ingshafi. Hann er og varpfugl í íshafslöndum Ameriku frá Alaska til Grænlands, þar sem hann verpur bæði á vestur- og austurströnd- inni. Kjóinn er farfugl, og eru vetrarheimkynni hans aðallega á suð- urhveli jarðar. Utan varptímans gerist hann úthafsfugl, og ná vetrar- heimkynni hans á Atlantshafinu allt suður á móts við suðurodda Afríku. Hér á landi er kjóinn algengur varpfugl um allt land- Hann mun vera algengastur á láglendi og í dölum, en hann er einnig allalgeng- ur varpfugl til fjalla og á heiðum uppi, svo og í gróðurverum Mið- hálendisins allt upp að jöklarótum. Þess má og geta, að Kvískerja- bræður hafa fundið kjóahreiður í Esjufjöllum, sem skaga upp úr Vatnajökli sunnanverðum, og einnig hafa þeir fundið kjóahreiður á Breiðamerkurjökli. Var það í grjótröndinni, er gengur frá Esjufjöll- um niður á Breiðamerkursand, ca. 4—5 km framan við miðfjalla- rana Esjufjalla. Hvergi veit ég þó til þess, að kjóar verpi hér i meira en 600—700 m hæð yfir sjó. I3ess má að lokum geta, að sums staðar verpa kjóar hér í eyjum með ströndum fram. I Breiðafjarðareyjum verpur t. d. slæðingur af kjóa, bæði í Vestureyjum og þó einkum í Suðureyjum, og talið er, að kjóar hafi orpið í Grímsey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.