Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 16
10
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
nefndrar skriðu. Framjaðar þessi er við nánari athugun mjög líkur
norðvesturjaðri Vatnsdalshóla, með einstökum smáhólum framan við
framjaðar hinnar samfelldu skriðu. 1. mynd er tekin af þessum Köldu-
kinnarhólum og sér til suðurs inn Langadalinn, en 2. mynd er tekin
frá Svínvetningabraut, vestan hólanna, og horft til austurs. Sést í
fremstu hólaröðina framarlega á myndinni, en í bakgrunni sést skriðu-
örið í Langadalsfjalli greinilega, og eru raunar tvö skriðuörin, því
að sunnan við aðalskriðuna hefur minni skriða hlaupið fram og kom-
izt nokkuð niður í hlíðina norðaustur af Geitaskarði. En í hvarfi við
Köldukinnarhóla á myndinni er botn Langadals og Blanda. Þykir
mér sennilegast, að skriðan hafi hlaupið fram yfir jökul, sem lá á
dalbotninum. Án þess að hafa athugað það nánar, hefur mér virzt,
frá þjóðveginum að sjá, að malarhjallarnir meðfram Blöndu séu yngri
en skriðan, og eru hólar þessir því vart yngri en um 12000 ára. —
Þessi skriða er ekki sú eina, sem ekið er yfir, þegar farinn er þjóð-
vegurinn suður Langadahnn. Þar rekur hver bergskriðan aðra, allt
suður að Hólahorni, upp frá Svartárbrúnni, og má segja, að meiri
hlutinn af austurlilíð dalsins á þessari leið sé skriðum orpinn, og ná
sumar þeirra niður i dalbotn. Upp af Holtastöðum hefur fjallið hlaup-
ið fram, og einnig hefur hlaupið fram allþykk skriða skammt norð-
ur af Fagranesi, en nær ekki nema niður í miðjar hlíðar.
Or fjallinu upp af Móbergi, þar sem heita Stofur, hefur hlaupið
fram mikil bergskriða og þykk, og standa eftir þverbrattir hamrar
efst í fjallinu. Norðurjaðar skriðunnar er mjög hár og minnir á suður-
jaðar Stífluhóla. Skriðan liggur niður að þjóðveginum um 0.4 km fyr-
ir norðan Móberg. Má siðan heita nær samfelld skriða allt suður
undir Gunnsteinsstaði, eða á 2.5 km breiðu svæði (3.mynd). Or
Gunnsteinsstaðafjalli hefur hlaupið skriða, nær 1 km breið, niður
undir þjóðveg, um það bil miðsvæðis milli Gunnsteinsstaða og Auð-
ólfsstaða. Loks hefur breið skriða hlaupið fram úr Æsustaðafjalli,
sunnan Æsustaða, og nær suður að áðurnefndu Hólahorni.
Heita víða Katlar efst í skriðunum í Langadalnum neðan við þá
þverbröttu hamra, sem þær hafa eftir skilið. Stóru og litlu Katlar
eru í Æsustaðafjalli upp af Æsustaðaskriðunum, og Katlar eru upp
af Móbergi.
Þegar haldið er frá Hólahorni áfram til Bólstaðarhlíðar blasir við
á hægri hönd bergskriða, fremur lítil um sig, en regluleg, sunnan
Svartár, í norðurhlíð Skeggstaðafjalls. Heitir skriðuörið Grænaskál
eða Nónsskál. Er það ekki ólíkt því, að þarna hafi verið lítill skálar-