Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 26
18
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Hvað varpkjörlendi snertir er kjóinn ekki við eina fjölina felldur.
1 sumum landshlutum verpur hann aðallega eða nær eingöngu í
mýrum eða flóum, ýmist í víðáttumiklum, samfelldum mýrarflákum
eða í litlum mýrarslökkum eða flóasundum. Á slíkum svæðum virð-
ist kjóinn oft sækjast eftir að verpa í fenjum eða foræðum eða í
grennd við slíka staði, enda þótt hreiðrið sjálft sé ávallt á sæmilega
þurrum stað. 1 öðrum landshlutum, þar sem lítið er um mýrlendi,
verpur kjóinn í þurrlendi, bæði mólendi, hraunum og sandi. Meðal
annars er kjóinn líklega algengari varpfugl á söndunum sunnan-
lands en nokkurs staðar annars hér á landi. Þar verpur hann sums
staðar í dreifðum byggðum, en eigi að síður hefur hvert par glöggt
afmarkaða hreiðurhelgi- Allmikil kjóavörp eru einnig á Héraðssandi
og á söndum fyrir botni sumra flóa og fjarða á Norðurlandi. En það
er langt frá því, að kjóinn verpi alls staðar i byggðum. Mjög víða,
einkum þar sem kjóinn verpur í mýrlendi, verpa kjóapörin á stangli,
eitt og eitt par alveg út af fyrir sig, og helgar hvert par sér þá all-
stórt svæði, er það ver fyrir öðrum kjóum. f hraunum og á söndum
verpur kjóinn varla nema þar, sem um einhvern gróður er að ræða.
Hann sættir sig því ekki við hraun, nema þau séu nokkuð mosavaxin
og gróin eða sandorpin, og á söndum verpur hann gjarna á mosa-
teygingum, þar sem raki er i jörð, eða í melgrasflesjum eða melkoll-
um á foksandssvæðum-
Hér á landi er aðalvarptími kjóans í kringum mánaðamótin maí
og júní- Hreiður með 2 eggjum hefur fundizt hér 23. maí, en fyrr
er mér ekki kunnugt um, að kjóar hafi fundizt hér fullorpnir. Ann-
ars verpur langmest af kjóanum í síðustu viku maí og fyrstu viku
júnímánaðar. Hreiðurgerð kjóans er mjög óvönduð. Hreiðrið er að-
eins grunn laut (þvermál 18—21 cm, dýpt 3—5cm), stundum alveg
ófóðruð að innan, en oftar reytir kjóinn þó svolítið af sinu eða mosa
í hreiðrið. Eggin eru 2, stundum aðeins 1, og fleiri en 2 egg hafa
aldrei fundizt í kjóahreiðri hér á landi, svo að vitað sé. Eggin eru
grágræn, mógræn eða móbrún (sjaldnar) með dauffjólubláum skurn-
blettum og dökkmórauðum dílum eða flikrum, sem stundum renna
saman í stærri skellur eða mynda hring í kringum gildari enda eggs-
ins. Fyrir kemur, að eggin séu ljósblá, einlit eða aðeins með fáeinum
brúnum dílum. Talið er, að ásetutiminn sé tæpar 4 vikur, og álitið
er, að ungamir verði ekki fleygir fyrr en 3—5 vikum eftir að þeir
koma úr egginu, en um þetta atriði er þó ekkert vitað með vissu.
Bæði kynin taka þátt í útungun eggjanna og öflun fæðu handa ung-