Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 36
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN farið um á grasaferðum mínum. Tvö tilbrigði önnur fann ég, er ég hef ekki séð tilfærð i grasafræðiritum; eru pau svo sérkennileg, að cg taldi rétt að gefa þeim sérstök heiti. Þau eru: f. leucotrichus með hvítgrænum og mjög ljós- hærðum reifablöðum, hreingulum stil og djúpskiptum blöðum með löngum og mjóum bleðlum, (Kelda við Mjóafjörð NV. 1/8 1953), og f. purpureus með eina körfu, sem er miklu stærri en á aðaltegund og eru yztu krónurnar pur- purarauðar á ytra borði (Ármúli NV. 26/7 1953). 21. Listera ovata (L.) R. Br. Eggtvíblaðka. Núpur og Stóra-Vatnshorn í Haukadal V., í júlí 19+9. Allt að 50 cm á hæð. 22. Lycopodium annotinum L. Lyngjafni. Siglufjörður N. Sumarið 1953. Guð- brandur Magnússon safnaði. 23. Malva pusilla Sm. Hænsnarós. Laugarás, Reykjavik, 10/8 1950. Slæðingur, er borizt hefur hingað i hænsnakorni. Jurt þessi er einær, með stórum, nýralaga blöðum og mjög smáum hvítum eða bleikrauðum blómum i blaðöxlunum. Telst til stokkrósarættarinnar. Vex annars sem illgresi viða í Vestur-, Mið- og Norður-Evrópu og hefur flutzt þaðan vestur um haf. 24. Melilotus officinalis (L.) Lam. Steinsmári. Siglufjörður N. 19/8 1950. Guð- brandur Magnússon safnaði. Hefur áður fundizt á nokkrum stöðum norðan- lands. 25. Minuartia stricta (Sw.) Hiern. Móanóra. Skjaldfannardalur vestan Selár NV. 25/7 1953. Fann nokkur eintök ó einum stað. Tegundareinkenni mjög glögg. Hefur óður fundizt á Kollafjarðamesi, en ekki annars staðar á Vestfjörðum. 26. Melampyrum silvaticum L. Krossjurt. Heydalur NV. 3/8 1953. Öx á fremur litlu svæði innan um birkikjarrið í utanverðri norðurhlið dalsins. 27. Mentha gentilis L. Engjamenta. Fundin í hólma í Varmá í Mosfellssveit SV. 12/7 1953. Sá aðeins eitt óblómgað eintak, en mjög þroskalegt.. Sennilega þessi tegund, en verður ekki örugglega ákvörðuð vegna þess, að hún var blóm- laus. Engjamentan er varablóm; vex hún bæði villt og sem slæðingur víða i Evrópu og hefur flutzt þaðan til Ameríku. Mjög sterkur en þægilegur ilmur (mentól) er af jurt þessari. 28. Polypodium vulgare L. Köldugras. Milli Hörðubóls og Snóksdals í Dalasýslu, 30/7 1949. Öx í hárri klettahlein mót suðri. 29. Potamogeton pusillus L. Smánykra. Harrastaðir i Dalasýslu, í mógröf. 5/8 1949. 30. Puccinellia maritima (Huds) Parl. Sjávarfitjungur. Saltadý, skammt frá Hömr- um í Haukadal V. 4/8 1949. 1 ca. 15 km fjarlægð frá sjó. Fundur þessi er að því leyti merkilegur, hvað hann liggur langt frá sjó, því að mér vitanlega hefur tegund þessi aldrei fundizt hér á öðrum stöðum en þeim, sem sjór flæðir yfir. Hér hlutu því einhver óvenjuleg skilyrði að vera fyrir hendi, sem gei-ði plöntunni kleift að þróast. Vaxtarstaðurinn var grýttur og snauður af öðrum gróðri. Fram á milli steinanna sitraði vatn, er kom upp úr jörðinni á litlum bletti. Er ég keimaði vatn þetta, var greinilegt lútbragð að því. Þess vegna hlaut að vera í því efni lík þeim, sem sjávarvatnið hefur að geyma, annars hefði plantan ekki tekið upp á því að nema hér land. Þvi miður hefur enn ekki náðst í vatn úr Saltadýi til að efnagreina. 31. Pyrola secunda L. Vetrarlaukur. Karlsá í Svarfaðardal N. 15/8 1952. Heydalur NV., í skógarkjarri, 3/8 1953. 32. Rorippa silvestris (L.) Bess. Skógarflækja Dagverðareyri N. 12/8 1939. (Teg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.