Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 36
28
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
farið um á grasaferðum mínum. Tvö tilbrigði önnur fann ég, er ég hef ekki
séð tilfærð i grasafræðiritum; eru pau svo sérkennileg, að cg taldi rétt að gefa
þeim sérstök heiti. Þau eru: f. leucotrichus með hvítgrænum og mjög ljós-
hærðum reifablöðum, hreingulum stil og djúpskiptum blöðum með löngum
og mjóum bleðlum, (Kelda við Mjóafjörð NV. 1/8 1953), og f. purpureus með
eina körfu, sem er miklu stærri en á aðaltegund og eru yztu krónurnar pur-
purarauðar á ytra borði (Ármúli NV. 26/7 1953).
21. Listera ovata (L.) R. Br. Eggtvíblaðka. Núpur og Stóra-Vatnshorn í Haukadal
V., í júlí 19+9. Allt að 50 cm á hæð.
22. Lycopodium annotinum L. Lyngjafni. Siglufjörður N. Sumarið 1953. Guð-
brandur Magnússon safnaði.
23. Malva pusilla Sm. Hænsnarós. Laugarás, Reykjavik, 10/8 1950. Slæðingur, er
borizt hefur hingað i hænsnakorni. Jurt þessi er einær, með stórum, nýralaga
blöðum og mjög smáum hvítum eða bleikrauðum blómum i blaðöxlunum.
Telst til stokkrósarættarinnar. Vex annars sem illgresi viða í Vestur-, Mið- og
Norður-Evrópu og hefur flutzt þaðan vestur um haf.
24. Melilotus officinalis (L.) Lam. Steinsmári. Siglufjörður N. 19/8 1950. Guð-
brandur Magnússon safnaði. Hefur áður fundizt á nokkrum stöðum norðan-
lands.
25. Minuartia stricta (Sw.) Hiern. Móanóra. Skjaldfannardalur vestan Selár NV.
25/7 1953. Fann nokkur eintök ó einum stað. Tegundareinkenni mjög glögg.
Hefur óður fundizt á Kollafjarðamesi, en ekki annars staðar á Vestfjörðum.
26. Melampyrum silvaticum L. Krossjurt. Heydalur NV. 3/8 1953. Öx á fremur
litlu svæði innan um birkikjarrið í utanverðri norðurhlið dalsins.
27. Mentha gentilis L. Engjamenta. Fundin í hólma í Varmá í Mosfellssveit SV.
12/7 1953. Sá aðeins eitt óblómgað eintak, en mjög þroskalegt.. Sennilega
þessi tegund, en verður ekki örugglega ákvörðuð vegna þess, að hún var blóm-
laus. Engjamentan er varablóm; vex hún bæði villt og sem slæðingur víða i
Evrópu og hefur flutzt þaðan til Ameríku. Mjög sterkur en þægilegur ilmur
(mentól) er af jurt þessari.
28. Polypodium vulgare L. Köldugras. Milli Hörðubóls og Snóksdals í Dalasýslu,
30/7 1949. Öx í hárri klettahlein mót suðri.
29. Potamogeton pusillus L. Smánykra. Harrastaðir i Dalasýslu, í mógröf. 5/8 1949.
30. Puccinellia maritima (Huds) Parl. Sjávarfitjungur. Saltadý, skammt frá Hömr-
um í Haukadal V. 4/8 1949. 1 ca. 15 km fjarlægð frá sjó. Fundur þessi er
að því leyti merkilegur, hvað hann liggur langt frá sjó, því að mér vitanlega
hefur tegund þessi aldrei fundizt hér á öðrum stöðum en þeim, sem sjór flæðir
yfir. Hér hlutu því einhver óvenjuleg skilyrði að vera fyrir hendi, sem gei-ði
plöntunni kleift að þróast. Vaxtarstaðurinn var grýttur og snauður af öðrum
gróðri. Fram á milli steinanna sitraði vatn, er kom upp úr jörðinni á litlum
bletti. Er ég keimaði vatn þetta, var greinilegt lútbragð að því. Þess vegna
hlaut að vera í því efni lík þeim, sem sjávarvatnið hefur að geyma, annars
hefði plantan ekki tekið upp á því að nema hér land. Þvi miður hefur enn
ekki náðst í vatn úr Saltadýi til að efnagreina.
31. Pyrola secunda L. Vetrarlaukur. Karlsá í Svarfaðardal N. 15/8 1952. Heydalur
NV., í skógarkjarri, 3/8 1953.
32. Rorippa silvestris (L.) Bess. Skógarflækja Dagverðareyri N. 12/8 1939. (Teg-