Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 30
Ingimar Óskarsson: Nýjungar úr gróðurríki íslands Síðast liSin 3 ár hef ég í tómstundum minum aðallega fengizt við athuganir á undafíflum (Hieracium). Og þar sem skortur var á rannsóknargögnum úr mörgum héruðum landsins, tók ég mér ferð á hendur til Vestfjarða sumarið 1953 í því skyni að afla frekari gagna. Dvaldi ég fyrst nokkra daga á Melgraseyri við Djúp á meðan ég at- hugaði nærliggjandi svæði, þar á meðal Kaldalón. Þar var hinn þjóð- kunni grasafræðingur Stefán Stefánsson á ferð fyrir 60 árum. Meðal annars fann hann þar 2 nýjar tegundir undafífla, kaldalónsfífil og glæsifífil, eins og Islandsflóra hans um getur. Var mér það mikið gleðiefni að geta endurfundið báðar þessar tegundir og athugað út- breiðslu þeirra. Mest af tímanum eyddi ég þó inni við botn Mjóa- fjarðar, aðallega í Heydal, er gengur inn frá botni fjarðarins vestan til. Sá dalur hefur aldrei verið athugaður í gróðurfarslegu tilliti, að öðru leyti en því, að ég staldraði þar við í nokkra klukkutíma sum- arið 1925. Stefna dalsins liggur nær vestri en suðri, svo að norður- hlíð hans liggur vel við sólu. Sú hlíð er líka nær alvaxin hirkikjarri; auk þess er mikill kjarrskógur í dalbotninum innanverðum. Innan um birkið er víða þróttmikill og glæsilegur jurtagróður, þar á meðal mergð fífla og fannst mér, að ég hafa gert góða ferð hingað. En því miður er ekki rúm hér til að ræða frekar um þessa fjölskrúðugu og furðulegu ættkvísl; mun það verða gert síðar og á öðrum stað. Enda þótt athuganir mínar væru aðallega bundnar við undafífl- ana, gat ekki hjá því farið, að ég rækist á jurtir, sem ég taldi þess virði að halda til haga og gera grein fyrir síðar á prenti. Auk þess, sem frá hefur verið skýrt, fór ég nokkrar smáferðir um suðurhluta landsins allt til Víkur i Mýrdal. Merkustu plöntufundina frá þessum ferðum mínum birti ég hér á eftir, en auk þess nokkra aðra eldri fundi, sem hvergi hafa verið prentaðir, á meðal þeirra eru fáeinir slæðingar. Engir fundir eru teknir aðrir en þeir, sem ég hef fjallað um. Ef finnanda er ekki get- ið, hef ég sjálfur safnað tegund þeirri, er um ræðir. Tegundum er ekki raðað eftir ættum, heldur eftir stafrófsröð.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.