Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 30
Ingimar Óskarsson: Nýjungar úr gróðurríki íslands Síðast liSin 3 ár hef ég í tómstundum minum aðallega fengizt við athuganir á undafíflum (Hieracium). Og þar sem skortur var á rannsóknargögnum úr mörgum héruðum landsins, tók ég mér ferð á hendur til Vestfjarða sumarið 1953 í því skyni að afla frekari gagna. Dvaldi ég fyrst nokkra daga á Melgraseyri við Djúp á meðan ég at- hugaði nærliggjandi svæði, þar á meðal Kaldalón. Þar var hinn þjóð- kunni grasafræðingur Stefán Stefánsson á ferð fyrir 60 árum. Meðal annars fann hann þar 2 nýjar tegundir undafífla, kaldalónsfífil og glæsifífil, eins og Islandsflóra hans um getur. Var mér það mikið gleðiefni að geta endurfundið báðar þessar tegundir og athugað út- breiðslu þeirra. Mest af tímanum eyddi ég þó inni við botn Mjóa- fjarðar, aðallega í Heydal, er gengur inn frá botni fjarðarins vestan til. Sá dalur hefur aldrei verið athugaður í gróðurfarslegu tilliti, að öðru leyti en því, að ég staldraði þar við í nokkra klukkutíma sum- arið 1925. Stefna dalsins liggur nær vestri en suðri, svo að norður- hlíð hans liggur vel við sólu. Sú hlíð er líka nær alvaxin hirkikjarri; auk þess er mikill kjarrskógur í dalbotninum innanverðum. Innan um birkið er víða þróttmikill og glæsilegur jurtagróður, þar á meðal mergð fífla og fannst mér, að ég hafa gert góða ferð hingað. En því miður er ekki rúm hér til að ræða frekar um þessa fjölskrúðugu og furðulegu ættkvísl; mun það verða gert síðar og á öðrum stað. Enda þótt athuganir mínar væru aðallega bundnar við undafífl- ana, gat ekki hjá því farið, að ég rækist á jurtir, sem ég taldi þess virði að halda til haga og gera grein fyrir síðar á prenti. Auk þess, sem frá hefur verið skýrt, fór ég nokkrar smáferðir um suðurhluta landsins allt til Víkur i Mýrdal. Merkustu plöntufundina frá þessum ferðum mínum birti ég hér á eftir, en auk þess nokkra aðra eldri fundi, sem hvergi hafa verið prentaðir, á meðal þeirra eru fáeinir slæðingar. Engir fundir eru teknir aðrir en þeir, sem ég hef fjallað um. Ef finnanda er ekki get- ið, hef ég sjálfur safnað tegund þeirri, er um ræðir. Tegundum er ekki raðað eftir ættum, heldur eftir stafrófsröð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.