Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 25
ISLENZKIR FUGLAR VIII 17 uraa eru fjaðrir kollhettunnar með hvítleitum jöðrum, og á baki og 'herðum eru fjaðrajaðrar einnig hvítir. Á hálsi og kverk eru brún- leitar flikrur. Ungfuglar á fyrsta ári eru mjög breytilegir á lit. Þeir geta verið gráhvítir á höfði og hálsi með brúnum rákum, og að neðan- verðu hvítir með brúnum fjaðraoddum. Að ofanverðu eru þeir oft- ast dökkbrúnir með gulbrúnum eða ryðlitum fjaðrajöðrum. — Hjá báðum litarafbrigðunum eru dúnungarnir dökkbrúnir, stundum þó lítið eitt ljósari (grárri) að neðanverðu, í kringum augun, á kverk og á vængbroddum. Ungfuglar fá ekki að fullu lit fullorðinna fugla, fyrr en þeir eru 3—4 ára. Nef og fætur eru eins á lit hjá báðum litarafbrigðunum. Nefið er grásvart, svart í oddinn. Fætur eru svart- ir. Á ungfuglum er nefið blágrátt, dekkra í oddinn, og fæturnir eru einnig blágráir að öðru leyti en því, að fremri hluti sundfitja er svartur. Lithimna augans er dökkbrún. Varpheimkynni kjóans eru í norðlægum löndum allt í kringum hnöttinn, einkum þó norðan heimsskautsbaugs. Hann er meðal ann- ars varpfugl nyrzt í Skotlandi og á skozku eyjunum, i Færeyjum og á íslandi, á Jan Mayen, Bjarnareyju, Svalbarða, Franz Jósefslandi og Novaja Zemlja- Hann er ennfremur varpfugl í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og íshafslöndum Rússlands og Sibiríu allt austur að Ber- ingshafi. Hann er og varpfugl í íshafslöndum Ameriku frá Alaska til Grænlands, þar sem hann verpur bæði á vestur- og austurströnd- inni. Kjóinn er farfugl, og eru vetrarheimkynni hans aðallega á suð- urhveli jarðar. Utan varptímans gerist hann úthafsfugl, og ná vetrar- heimkynni hans á Atlantshafinu allt suður á móts við suðurodda Afríku. Hér á landi er kjóinn algengur varpfugl um allt land- Hann mun vera algengastur á láglendi og í dölum, en hann er einnig allalgeng- ur varpfugl til fjalla og á heiðum uppi, svo og í gróðurverum Mið- hálendisins allt upp að jöklarótum. Þess má og geta, að Kvískerja- bræður hafa fundið kjóahreiður í Esjufjöllum, sem skaga upp úr Vatnajökli sunnanverðum, og einnig hafa þeir fundið kjóahreiður á Breiðamerkurjökli. Var það í grjótröndinni, er gengur frá Esjufjöll- um niður á Breiðamerkursand, ca. 4—5 km framan við miðfjalla- rana Esjufjalla. Hvergi veit ég þó til þess, að kjóar verpi hér i meira en 600—700 m hæð yfir sjó. I3ess má að lokum geta, að sums staðar verpa kjóar hér í eyjum með ströndum fram. I Breiðafjarðareyjum verpur t. d. slæðingur af kjóa, bæði í Vestureyjum og þó einkum í Suðureyjum, og talið er, að kjóar hafi orpið í Grímsey.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.