Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 22
Finnur Guðmundsson: Islenzkir fuglar VIII Kjói (Steicoiaiius paiasiticus (L.)) Kjóinn er miðlungsstór fugl og svipaður mófum í vexti. Hann telst til kjóaættarinnar, en til hennar teljast einnig skúmurinn og tvær aðr- ar kjóategundir (litli kjói og störi kjói), er stundum sjást hér vor og haust, en verpa hér ekki. Kjóar, máfar og kríur teljast til sama undir- ættbálks (Lari). Kjóinn er afar rennilegur og flugfimur fugl, en það, sem einkennir hann þó mest, er stélið, en tvær miðfjaðrir þess eru miklu lengri en hinar stélfjaðrirnar, og skaga því aftur úr stélinu eins og hali. Fullorðnir kjóar vega 350—450 g. Stærðarmunur eftir kynferði er mjög lítdl, en þó er kvenfuglinn oftast ívið stærri en karlfuglinn. Hjá kjóanum koma fram tvö litarafbrigði, sem standa ekki í neinu sambandi við aldur eða kynferði, eins og oft er álitið. Með tilliti til litarins er í daglegu tali talað um svarta og skjótta kjóa. Hinir svo- nefndu svörtu kjóar eru í sumarbúningi dökkbrúnir að ofanverðu, en sótbrúnir og mun ljósari (með gráleitum blæ) að neðanverðu. Ofan á höfði er svört hetta, sem nær niður að augum og aftur á hnakka. Hetta þessi er þó oft ógreinileg. Höfuðhliðar aftan við augu eru oft með meira eða minna áberandi strágulum blæ. Á fuglum í vetrarbúningi eru fjaðrimar á framanverðu baki oft ryðlitar í odd- inn, og á neðanverðum fuglinum em sumar fjaðrir með ógreinileg- um ljósbrúngulum þverflikmm- Annars virðist svo sem stundum sé mjög lítill munur á sumar- og vetrarbúningi lijá þessu litarafbrigði. Ungfuglar ó fyrsta ári em brúnir með ryðlitum fjaðrajöðrum á herð- um; og á undirgumpi, undirstélþökum og undirvængþökum em breiðar ryðlitar þverflikrur. — Skjóttu kjóarnir eru í sumarbúningi hvítir að neðan og með hvítan eða gulhvítan liálskraga, sem stundum nær þó ekki alveg saman aftan á hálsinum. Á bringuhliðum em grá- brúnar flikrur, sem stundum ná saman og mynda grábrúnt belti þvert yfir uppbringu og neðanverðan háls. Á síðum, undirgumpi og undirstélþökum er fuglinn grábmnn- Kollhettan er svört, og að ofan- verðu er fuglinn að öðru leyti eins á lit og svörtu kjóarnir. Á vet-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.