Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 15
N ÁT TÚRUF RÆÐINGURINN
9
lega ýmsir epifýtar, er sitja á öðrum þörungum (Ectocarpus, Cera-
mium). Ofar í fjörubeltinu fundust hér og þar pollar með Fucus
distichus subsp. distichus.
Þessi hluti fjarðarins er ekki mjög opinn, og þörungagróðurinn
er þar nokkuð einhæfur, hin venjulegu Fucaceae-belti og svo sam-
félögin, sem nefnd eru hér að ofan. Við árósa var þó oftast rnikið
af Enteromorpha-tegundum.
Útsvæðið, þ.e. strandlengjan milli Sveinseyrar og Svalvoga, verður
smám saman opnari og óvarðari en hin tvö. Lögun strandarinnar
er einnig allbreytileg og virðist ráða miklu um gróðurfarið.
Á nokkrum stöðum eru breið Fucaceae-belti, þar sem ríkjandi
tegund er annað hvort Ascophyllum nodosum eða Fucus spiralis.
í neðra fjörubeltinu óx mikið af Laminaria digitata (hrossaþara)
og Alaria esculenta (marinkjarna), og enn utar bættist Laminaria
hyperhorea (kerlingareyra) við. Nokkrar tegundir rauð- og brún-
þörunga eru einnig á þessu svæði, svo sem Peyssonnelia rosenvingii,
Polysiphonia arctica, Gigartina stellala, Laethesia difformis, Scylo-