Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
47
Ingimar Óskarsson:
Skeldýr af djúpmiðum við Norðurland
Hafrannsóknastofnunin, sem hefur aðsetur við Skúlagötu 4 í
Reykjavík, skipuleggur nokkrar rannsóknaferðir á ári hverju um-
hverfis landið í því skyni að afla upplýsinga um eðli sjávar:
strauma, hitastig og seltu, svo og jurta- og dýralíf, sér í lagi fisk-
tegundir, sem eru okkur íslendingum til nytja á einn eða annan
hátt. En jafnframt eru fágætir fiskar hafðir í huga og einnig lægri
dýr, sem hafa meiri eða minni þýðingu fyrir búskap sjávarins, bæði
frá hagrænu og vísindalegu sjónarmiði. En margt af þessum rann-
sóknum er enn í molum og verða það, unz hið nýja rannsóknaskip
Bjarni Sæmundsson, sem nú er í smíðum, kemur í notkun.
Mörg botndýr hafa mikla þýðingu fyrir margar fisktegundir,
svo sem ýsu, skarkola og steinbít, og eru lindýrin þar ofarlega á
blaði. Sem starfsmaður Hafrannsóknastofnunarinnar hefi ég um
nokkurt árabil fengið til varðveizlu og ákvörðunar svo að segja öll
þau lindýr, sem stofnuninni hafa áskotnast í téðum ferðum. Þær
lindýrategundir, sem þannig hafa borizt mér í hendur, mynda
uppistöðu í sýnishornasafni, sem Hafrannsóknastofnunin hefur
yfir að ráða, til hægðarauka fyrir þá, sem vinna nú eða síðar að
botndýrarannsóknum á vegum stofnunarinnar. í þessu sambandi
má ekki gleyma því, að nokkrir góðir og gegnir áhugamenn um lin-
dýr hafa auðgað áminnst safn með sjaldgæfum sýnishornum. Nota
ég hér tækifærið til að þakka gefendunum fyrir hönd stofnunar-
innar.
Hafrannsóknastofnuninni hafa áskotnazt nú jægar sem næst
230 tegundir íslenzkra lindýra eða rúmlega 2/s hluta þeirra tegunda,
sem þekktar eru úr íslenzkum sjó.
í nóvember—desember 1969 var gerður út leiðangur á m/s Haf-
þóri á vegum stofnunarinnar. Úr þeirri ferð bárust mér 5 tegundir
skeldýra, sumar mjög fágætar. Tegundir þessar veiddust í rækju-