Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
43
sérstakt kjörlendi, t.d. annað hvort á þurrlendi eða í mýrum. Varp
hann hvar sem var í mýrum, í sefi úti í tjörnum, á uppmokstri á
skurðbökkum og í þurrum móum. Hreiðurgerð fór að öllu leyti
eftir hreiðurstað, en í mýrum voru hreiðrin t.d. miklu viða- og
efnismeiri en á þurrari svæðunum, auk þess sem hreiður á þess
konar stöðum voru að meira eða minna leyti úr starartegundum og
öðrum votlendisgróðri. Á þurrari stöðunum voru hreiðrin öllu
viðaminni og stundum voru aðeins fáein strá undir eggjunum,
sem oftast voru 3, en stundum þó 4. Hvers konar sina var aðal-
hreiðurefnið, grófari yzt í hreiðrinu, en fínni strá innar. Einnig
fundust í hettumáfshreiðrum hrísgreinar, ýmsar lyngtegundir o.fl.
Nokkuð var liðið á útungunartímann, er athuganir fóru fram, og
egg orðin meira eða minna stropuð eða unguð, en fjöldi unga
skreið úr eggjum á athugunartímanum. Dauðir ungar fundust
oft í varpinu á víð og dreif, en mest har þó á ungadauða eftir hret,
er gerði dagana 22. og 23. júní 1968.
Kría (Sterna pamdisaea). Aldrei var mikið utn kríu í Skógum,
en fáeinar kríur urpu á stangli, mest árið 1966. Varp hún mest i
norðurhólfinu í fremur þurrum mosamiklum móum.
Brandugla (Asio flammeus). Tvo daga í röð, 7. og 8. júní
1965, sást brandugla fljúga upp af sama staðnum. Hefur líklega
verið um sama fuglinn að ræða í bæði skiptin. Þrátt fyrir mikla
leit tókst ekki að finna neitt hreiður, enda sást uglan ekki aftur
eftir að hún sást í síðara skiptið.
Hrafn (Corvus corax). Mjög algengur. Stundar nokkuð eggja-
rán á svæðinu, en þó ekkert á við kjóann. Mikill ys og þys varð
ætíð, er hrafn birtist í varplöndunum, og voru spóarnir fljótir á
kreik til að veita honum viðnám. Oftast sáust aðeins stakir fuglar,
en stundum þó tveir eða jafnvel fleiri saman.
Þúf utittl i ngur (Anthus pratensis). Eg hef mjög lítið orðið
var við þessa tegund í Skógum, hef aðeins séð örfáa fugla ár hvert.
Ekki sá ég þó einn einasta þúfutittling á svæðinu árin 1968 og
1969. Árið 1967 sáust einungis 5—7 þúfutittlingar. Eitt hreiður
fannst (11. júní 1966). í því voru 5 egg (3). Hreiðurkarfan var fín-
lega ofin úr smáum stráum og hrosshárum innst, en úr mosa utar.
Er undarlegt, að þúfutittlingur skuli ekki vera algengari í Skógum,
því að skilyrði til varps virðast vera þar ákjósanleg, a.m.k.
í suðurhólfinu, þar sem eina hreiðrið fannst.