Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
13
vaxnir samfélagi Halosaccion ramentaceum, Rhodymenia palmata
og Rhodomela lycopodioides. I efra djúpgróðurbeltinu var mjó-
blaðaafbrigði Alaria escnlenta algengt.
Nokkrar dæmigerðar atlantískar tegundir voru álíka algengar á
Melrakkasléttu og á vestanverðu landinu, svo sem Plumaria elegans,
Ahnfeltia plicata, Ceramium-tegundir o. fl.
Við Langanes, á mörkum atlantíska sjávarins og svalsævar, var
atlantískur svipur þörungagróðursins ekki eins áberandi og ýmsar
nýjar tegundir bættust í hópinn. Dæmigerðar hlýsjávartegundir, eins
og Corallina officinalis, Dumontia incrassata, Gigartina stellata o.fl.,
reyndust sjaldgæfar á þessu svæði. í grunnum fjörupollum óx samt
mikið af Cerammm-tegundum og Cystoclonium purpureum.
Víðáttumiklar breiður af Chordaria flagelliformis settu nýjan
svip á gróðurfarið, en þetta var raunar algengt fyrirbæri við austur-
ströndina.
Þörungagróðurinn í Vopnafirði var ekki að neinu verulegu leyti
frábrugðinn því, sem var við Langanes. Corallina virtist þó sjald-