Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 54
48
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
vörpu (buxnavörpu) á 470 metra dýpi, allar á sömu slóðum, eða á
67°04'N—19°15'V. Botnhiti mældist 2,3°C.
Hér á eftir er það ætlnn mín að gera þessnm 5 tegnndum nokk-
ur skil, enda þótt engin þeirra sé alveg ný hér við land. Hygg ég,
að það yrði mörgum hvatning til aukinnar þekkingar á lífi botn-
dýra umhverfis ísland.
Cuspidaria glacialis (G. O. Sars).
Risakesja
Neaera glacialis n.sp. G. O. Sars 1887 s.88. tfl 6, m.8 (a—c).
Cuspidaria glacialis Verrill & Bush. 1898 tfl 9, m.9; tfl 71, m.9; tfl 73 m.5.
Cuspidaria obesa var. glacialis J. Jensenius 1949, s. 84.
Cuspidaria obesa var glacialis I. Óskarsson 1952, s. 106, 1964, s. 111.
Cuspidaria glacialis Ockelmann 1958, s. 164—165, tfl 3, m.10.
Tvö eintök án dýrs voru af þessari tegund og bæði jafnstór, 34
mm að lengd og 22 mm á breidd. Þar sem oft hefur verið litið á
C. glacialis sem afbrigði af C. obesa, er ekki unnt að sjá af bókum,
hve útbreidd umrædd tegund er. Það er skoðun mín, að réttmætt
sé að telja C. glacialis sem sjálfstæða tegund, eins og hér er gert.
Hin eiginlega C. obesa er lítil vexti, sjaldan meira en 15 mm á
lengd. Yfirborðið á skelinni er slétt með ógreinilegu hýði, og er
útskotið fyrir inntengsli hjaranna þríhyrnulaga og ytt. Aftur á
móti er C. glacialis 30—40 mm löng, með ósléttu yfirborði, greini-
legu hýði og oddlausu litskoti.
1. mynd. Risakesja.
(Cuspidaria glacialis,
from G. O. Sars, plate 6,
fig. 8a).