Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
49
Þá hefur Cuspidaria arctica (G. O. Sars) líka stundum verið talin
afbrigði af C. obesa, en er nú orðið oftar en hitt skoðuð sem sjálf-
stæð tegund. Líkist hún C. glacialis allmikið í útliti og að stærð
(Sjá Mollusca regionis arcticae Norvegiae eftir G. O. Sars, Chria
1878 og Skeldýrafána íslands I eftir I. Óskarsson, Rvk 1952
og 1964). í ritinu: Zoology of Iceland, Marine Bivalvia eftir F.
Jensenius Madsen, 1949, er C. obesa talin ásamt ofangreindum af-
brigðum ein og óskipt tegund; þar er því ekki unnt að sjá útbreiðslu
C. glacialis sérstaklega. Nefnt rit tilfærir 3 fundarstaði C. obesa
hér við land innan 400 metra dýptarlínu: ísafjarðardjúp 1 eintak
á 115 m dýpi, nokkur eintök á 66°42'N. — 26°40'V, dýpi 365 m,
nokkur eintök á 66°45'N. — 15°36'V, dýpi 200 m og 2 eintök á
63°46'N. - 22°56'V, dýpi 150 m.
I sama riti er útbreiðsla C. Obesa í beimshöfunum talin vera sem
hér segir (í þeirri útbreiðslu eru auðvitað innfaldar C. arctica og C.
glacialis): Við Austur- og Vestur-Grænland, við austurströnd Mið-
og Norður-Ameríku, við Finnmörk og meðfram ströndum Evrópu
til Miðjarðarhafs. I Kyrrahafi nær skelin suður um Kaliforníu.
Dýptarsvið tegundarinnar er 40—5000 metrar.
Buccinum hydropha?ium (Hancock)*)
Slétti kóngur
Buccinum hydrophanum G. O. Sars 1878, s. 261, tfl. 24 m. 8.
Buccinum hydrophanum Odhner 1910, s. 14.
Buccinum hydrophanum Bárðarson 1919, s. 60.
Buccinum hydrophanum Thorson 1941, s. 90.
Buccinum hydrophanum Oskarsson 1962, s. 126—127, m. 113.
Alls fékk ég í hendur 26 eintök og voru 22 þeirra með dýrinu í.
Nokkur stærðarmunur var á kuðungunum, en annars voru þeir sam-
kynja að útliti og líkir því, sem þeir eru við Austur-Grænland. En
þar er þessi tegund mjög algeng. Stærð Jjeirra eintaka, sem öfluðust,
var sem hér segir:
*) Figs. 2—8 are taken from G. Thorson: Studies on tlie egg-capsules and de-
velopment of arctic marine Prosobranchs (Medd. om Grönland, Vol. 100,
no. 5, Copenh.).
4