Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 70
64
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hvern reit eða staðarákvörðun, og þurfa aðeins að merkja við plönt-
urnar á listanum jafn óðum og þær finnast. Þessi vinnubrögð hafa
gefið góða raun bæði í Bretlandi og í Noregi.
Þegar útbreiðslukort eru gerð eftir reitkerfinu, er punktur sett-
ur í miðjan hvern reit, sem viðkomandi planta hefur fundizt í,
en aðrir reitir verða auðir (2. og 3. mynd). Það er ekki hirt um að
merkja sérstaklega nálæga fundarstaði, sem lenda í sarna reit. Ná-
kvæmni útbreiðslukortsins byggist því á stærð reitanna, sem not-
aðir eru. 10x10 km reitir gefa nákvæma þekkingu á heildarút-
breiðslu plantna á landinu; smærri reitir gætu haft þýðingu við
sérrannsóknir á takmörkuðum svæðum.
Þeir kostir reitkerfisins, sem þyngstir eru á metunum, eru mögu-
leikar á tæknilegri úrvinnslu heimildanna og prentun kortanna.
I þeirri tækni voru Bretar brautryðjendur eins og áður var getið,
og er henni að nokkru lýst í Atlas of the British Flora. Það á langt
í land enn, að hægt verði að láta gera fullunnin kort eftir þessu
kerfi á íslandi, þ.e. með nægilegum upplýsingum frá hverjum ein-
stökum reit. Samt sem áður mundi skipulagning heimildasöfnunar
í samræmi við þetta kerfi bæði gera hana auðveldari og nýta betur
starf grasafræðinga og annarra áhugamanna, og jafnframt auðvelda
hagkvæma úrvinnslu og prentun heimildanna í framtíðinni.
HEIMILDARIT
Óskarson, Ingimar. 1951: íslenzkar starir. Náttúrufr. 21:3—23.
Perring, F. H. and Walters, S. M. (editors). 1962: Atlas of the Britisli Flora.
Uppdrættir íslands (Maps of Iceland). Published by the Geodetic Institute,
Copenhagen and Landmælingar íslands, Reykjavxk.
Atlasblöðin (The atlas sheets). 1:100 000 (87 sheets).
Aðalkortin (The general map). 1:250 000 (9 sheets).
Staðfræðilegt yfirlitskort (Topographical map). 1:1 000 000.