Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 18
12
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
lieita má samiiliða línu, sem hugsazt dregin milli Langaness og
Lónsfjarðar.
Sumarrannsóknirnar 1965 voru einkum helgaðar botnþörunga-
gróðrinum við austurströndina. Blöndunarsvæði atlantssjávar og
svalsævar voru sérlega athyglisverð (Melrakkaslétta-Langanes að
norðan og Hornafjörður-Lón-Berufjörður að sunnan).
Vaxandi áhrif svalsævar við austurströndina voru könnuð þetta
sumar.
Rannsóknir á Melrakkasléttu, sem er á atlantssjávar-svæðinu,
hófust þó þegar haustið 1964 (ströndin frá Rifstanga til Kollavíkur).
Sumarið 1965 var Langanes hins vegar rannsakað, svo og Vopna-
fjörður, Mjóifjörður og Reyðarfjörður.
Athyglin beindist einkum að suðurströnd Reyðarfjarðar, þar sem
kannaðir voru staðir á allri strandlengjunni með jöfnu millibili.
Höfundinum gafst þannig tækifæri til að bera saman þörunga-
gróðurinn í tveimur íslenzkum fjörðum, öðrum á áhrifasvæði at-
lantssjávarins, hinum á svalsævar-svæðinu.
Auk þess voru rannsakaðir einstakir staðir á austurströndinni,
þegar ferðast var með vitaskipinu Árvakri. Má þar nefna smáeyjar
og klettana við Hlöðu, Ketilstaðafles, Hrollaugseyjar, Papey og
Seley, einnig Kirkjuból í Stöðvarfirði, Norðfjarðarhorn og Dala-
tanga við Mjóafjörð.
Rannsóknir leiddu í Ijós, að áhrif svalsævar á botnþörungagróð-
urinn eru mest um miðbik austurstrandarinnar, þ.e. í Reyðarfirði,
Mjóafirði og nálægum fjörðum, en millibilssvæði er við Langanes
og í Vopnafirði.
Þó að þörungagróðurinn á Melrakkasléttu sé frábrugðinn þeim
sem er að finna við norðvesturströndina, eru þar nokkur þörunga-
samfélög, sem eru einkennandi fyrir atlantssjóinn. Melrakkaslétta
er á norðausturhorni landsins, óvarin fyrir opnu liafi, og að því
leyti sambærileg við Hornbjarg á norðvesturhorninu. Undir Horn-
bjargi er Corallina officinalis ríkjandi í fjörubeltinu, en Gigartina
stellata og Callithamnion arbuscula vaxa á óvörðum svæðum.
Klappabrúnirnar í efra djúpgróðurbeltinu eru Joar yfirleitt vaxnar
iMminaria digitata f. stenophylla.
Á Melrakkasléttu virðist þessi dæmigerða atlantíska tegund,
Corallina, vera takmörkuð við fjörupollana, en af tegundinni Gigar-
tina stellata finnast aðeins stöku eintök. Þar eru klappajaðrarnir