Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 22
16
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
Fjörupollarnir voru að mestu vaxnir þráðlaga brúnþörungum,
eins og Stictyosiphon tortilis, Dictyosiphon-tegundum og Scytosiphon
lomentaria, eða þá Fucus distichus subsp. distichus, sem kom fram
í margbreytilegustu myndum.
Porphyra umbilicalis f. typica, sem vex í efra fjörubeltinu, fannst
bæði á mið- og útsvæðum Dýrafjarðar og Reyðarfjarðar.
Það er eftirtektarvert, að dæmigerðar atlantískar tegundir vantar
þarna alveg, eins og t. d. Corallina officinalis, Gigartina stellata,
Laethesia difformis, Ahnfeltia plicata, Plocamium coccineum, Mem-
branoptera alata, Ceramium-tegundir, Cysloclonium purpureum,
Callithamnion-tegundir o. fl.
Gróðurfarið í Reyðarfirði ber að mestu hálfarktískan svip, og
kemur hann greinilegast fram á útsvæði fjarðarins.
Útsvœðið. Svalsærinn hefur rnikil áhrif á útsvæði Reyðarfjarðar,
og brattir klettar eru þar við ströndina. Af þessum sökum er fjöru-
gróðurinn oft bundinn við þverhnípta klettaveggi og allmarga fjöru-
polla, sem bæði voru í efra og neðra fjörubeltinu.
Ólíkt því sem er í Dýrafirði, var breitt svæði af Ulothrix-tegund-
um ríkjandi í efra fjörubeltinu. Og neðar reyndist samfélag Bli-
dingia minima mun algengara í Reyðarfirði en í Dýrafirði.
A klappaflötum á útsvæði fjarðarins óx mikið af Acrosiphonia-
tegundum, og voru þær ríkjandi gróður í fjörubeltinu. Þær eru
mjög sambærilegar við hinar víðáttumiklu Corallina-breiður á Vest-
fjörðum. Ofar, á óvörðum stöðum, fannst samfélag Acrosiphonia-
tegunda og Monostroma groenlandicum við jaðarinn á Acro-
siphonia-breiðunum.
Chordaria flagelliformis er mjög einkennandi fyrir útsvæði Aust-
fjarða. Hún finnst bæði í fjörupollum og í stórum stíl í neðra
fjörubeltinu og efra djúpgróðurbeltinu og nær til staða, sem liggja
mjög fyrir opnu hafi.
Coilodesme bulligera og Peysonnellia rosenvingii-samfélag, sem
hvergi fannst í fjörðunum vestra, óx víða í grunnum fjörupollum í
Reyðarfirði.
Á tiltölulega opnum stöðum, þar sem var dálítill halli, myndaði
Halosaccion ramentaceum f. robusta gróðurbelti undir Acro-
siphonia-breiðunni.
Samfélag af Porphyra linearis fannst á stöðum, er lágu mjög