Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 11
(Vicia sepium) eru því sem næst alveg bundnar við Mýrdalssvæðið. Aðrar tegundir, svo sem stúfa (Succisa pra- tensis), munkahetta (Lychnis flos- cuculi), garðabrúða (Valeriana offi- cinalis) og garðahjálmgras (Galeopsis tetrahit) eru langalgengastar á Mýr- dalssvæðinu, þótt þær finnist einnig víðar á Suðurlandi. Þegar ljallað er um útbreiðslu líf- vera á þennan hátt verður að hafa í liuga áhrif svonefnds nærloftslags (mikroklima). Nærloftslag er það loftslag, sem ríkir á búsvæði lífver- anna sjálfra, t. d. milli þúfna eða í grassverðinum. Nærloftslagið fer að miklu leyti eftir loftslagi svæðisins, en þó geta staðhættir verið þannig, að nærloftslaginu sé nokkuð öðruvísi háttað. Sá munur skiptir oft sköpurn um, hvort tiltekin tegund þrífst á staðnum eða ekki. Tökum sem dæmi Suðurlandstegundirnar. Flestar þeirra lifa í gróðurríkum brekkum móti suðri og gjarnan við rætur hamra- veggja. Suðurhallinn stuðlar að meiri sólgeislun; ríkulegur gróðurinn að jaínara rakastigi (og trúlega meiri og fjölbreyttari fæðu) og liamraveggur- inn að jafnara rakastigi og meiri áhrifum sólgeislunar (sjá Lindroth, 1965). Allir þessir staðhættir fallast nánast í faðma á svæðinu undir Eyja- fjöllum og í Mýrdal, og er því ekki að undra, að þar sé tegundaauðgi snigla mest. Að sjálfsögðu skiptir einnig máli, að umræddar tegundir eru hér á norðurmörkum heimkynna sinna, og veltur því mikið á nærlofts- laginu. Norðurlandstegundin Pupilla mus- corum fellur nokkuð vel að loltslags- 11. mynd. Fundarstaðir örðustúfs á fslandi. — The linown distribution of Vertigo modesta (Say) arctica Wall. in Iceland. 73

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.