Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 14
Barðastrandarsýslu (Erlendur Jóns-
son og Karl Skírnisson). Breiðabóls-
staður, Skógarströnd, Snæf. (höf.).
Borgarfjörður, nærri Hreðavatni
(Waldén).
Töluverður stærðarmunur er á ör-
æfakuðungunum annars vegar og kuð-
ungum frá Norður- og Vesturlandi
hins vegar. öræfakuðungarnir eru 1,8
til 2,2 mrn á hæð, en hinir eru mun
hærri eða 2,6—2,8 mm. Kuðungarnir
frá Norður- og Vesturlandi líkjast í
rauninni mjög Columella edentula.
Waldén hefur gert mér þann greiða
að líta á eintök þaðan, og greinir
hann þau til C. aspera.
Hálfdán Björnsson getur þess í
bréfi, að öll eintök, sem hann hefur
fundið, hafi verið í birkikjarri. Lind-
roth (1965) hefur sömu sögu að segja.
Sama verður ekki sagt um eintökin
frá Norður- og Vesturlandi. Hafa þau
bæði fundist í birkikjarri og snögg-
lendi meðfram lækjarsytrum, stund-
um allhátt í fjallahlíðum. Teikning-
arnar eru af eintökum úr Ólafsfirði
(A) og frá Kvískerjum (B).
15. mynd. Vertigo modesta arctica Wall.,
örðustúfur.
16. mynd. Vertigo alpestris Alder, tanna-
stúfur.
Vertigo modesta arctica Wallenberg,
berg, örðustúfur. 15. mynd, 11. mynd.
Þessi snigill er undirtegund af Ver-
tigo modesta Say, sem finnst í N.-
Ameríku.
Örðustúfurinn hefur fundist allvíða
um norðan- og austanvert landið.
Hann virðist tiltölulega sjaldgæfur á
Vestur- og Suðurlandi. Eitt eintak
hefur þó fundist í Hveragerði (Armi-
tage og McMillan, 1963) og annað við
Hurðarbak í Kjós. (Jón Bogason).
Teikningin er af eintaki úr Vagla-
skógi.
Vertigo alpestris Alder, tannastúfur.
16. nrynd.
Fannst árið 1962 t Borgarfirði nærri
Hreðavatni, og er það eini fundar-
staður þessarar tegundar hérlendis.
(Waldén, 1966). Teikningin er af ís-
lensku eintaki. Þessi tegund á vafa-
laust eftir að finnast víðar hér á landi,
en vegna smæðarinnar er nrjög erfitt
að konra auga á lrana.
76