Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 15
PUPILLIDAE Pupilla muscorum (L.), sveppastúfur. 17. mynd. Sveppastúfurinn virðist alveg bund- inn við norðanvert landið. Á kortinu (3. mynd) eru sýndir fundarstaðir skv. Zool. of Icel. að fjórum viðbættum (Vaglaskógur, höf.; Snæfellsnes, Wal- dén; Ytri Tunga, Tjörnesi, Hálfdán Björnsson; Stóra Hraun, Hnapp., Karl Skírnisson). Teikningin er af eintaki frá Snæfellsnesi. VALLONIIDAE Vallonia pulchella (Múller), hvít- bobbi. 18. mynd (B). Slæðingur. Hefur fundist í og nærri gróðurhúsum. (Waldén, 1966). Teikn- ingin er af jtýsku eintaki. CLAUSILIIDAE Balea pewersa (L.), langbobbi. 19. mynd, 5. mynd. Langbobbinn hefur aðeins fundist á 5 stöðum hér á landi, og eru þeir allir í Austur-Skaftafellssýslu (Dynjandi, Zool. of Icel. og Páll Einarsson; Ketil- laugarfjall, Nesjum, höf.; Rauðaberg á Mýrum, Zool. of Icel.; Kvísker í 17. mynd. Pupilla muscorum (L.), sveppa- stúfur. cnD 18. mynd. A) Gyraulus laevis (Alder), kringlubobbi. B) Vallonia pulchella (Miill.), livítbobbi. Öræfum, Hálfdán Björnsson; Hol- fellsdalur, Jón Bogason). Teikningin er af eintaki frá Ketillaugarfjalli. ENDODONTIDAE Punctum pygmaeum (Draparnaud), agnarögn. 22. mynd (C), 1. mynd. Þessi örsmáa tegund hefur fundist á 9 stöðum alls í öllum landsfjórðung- um. Vegna smæðarinnar er erfitt að koma auga á hana, og á hún vafa- laust eftir að finnast miklu víðar. Fundarstaðirnir eru þessir: Seyðis- fjörður (Zool. of Icel.), Skaftafell (Lindroth 1965), Ytri Sólheimar og Drangshlíðarfjall undir Eyjafjöllum, Heimaey í Vestmannaeyjum (Lind- roth o. fl. 1973), nálægt Bjarkarlundi í Barðastrandarsýslu (Waldén), Vagla- skógur og tveir staðir í Laxárdal, S.- Þing. (liöf.). Teikningin er gerð eftir jjýsku eintaki. ZONITIDAE Vitrea crystallina (Miiller), kristal- bobbi. 20. mynd (A), 10. mynd. 77

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.