Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 19
1 c m A B 23. mynd. A) Arianta arbustorum (L.), lyngbobbi. B) Cepaea hortensis (Mull.), brekkubobbi. Slæðingur. Fannst fyrst árið 1956 í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík (Jón B. Sigurðsson), en var ekki nafngreindur fyrr en höf. endur- fann liann þar árið 1967. Loðbobb- inn finnst á nokkrum stöðum í garð- inum og virðist dafna vel. Teikningin er af eintaki þaðan. Arianta arbustorum (L.), lyngbobbi. 23. rnynd (A). Samnefni: Helicigona arbustorum. Útbreiddur á Austurlandi frá Gunn- ólfsvíkurfjalli til Kvískerja. Trausti Einarsson (1970) getur fyrstur um lyngbobbann í Gunnólfsvíkurfjalli. f Zool. of Icel. er getið um ungt eintak fundið í Reykjarfirði í Arnarfirði vestra (safn. Geir Gígja). í Náttúru- fræðistofnun íslands eru 2 eintök fundin af H. A. Schlescli á Vestfjörð- um (ísafjörður og Höfði við Dýra- fjörð). Samkvæmt þessu má vera, að lyngbobbi sé til á Vestfjörðum, en æskilegt væri að fá staðfestingu á því. Urn lyngbobbann hefur nýlega verið ritað í Týli (Hjörleifur Guttormsson 1972). Útbreiðslukortið (4. mynd) er teiknað eftir bréflegum upplýsingum frá Hjörleifi Guttormssyni að viðbætt- um upplýsingum frá Hálfdáni Björns- syni og eigin athugunum. Cepaea hortensis (Muller), brekku- Itobbi. 23. mynd (B), 7. mynd. Samnefni: Helix hortensis. Bundinn við svæðið undir Eyjafjöll- um, Mýrdal og Vestmannaeyjar. f Zoology of Iceland er getið þriggja fundarstaða utan þessa svæðis (Núps- hlíð, Norðfjörður og Hornafjörður). Heimilir um þessa staði eru ótraust- ar og er þeim sleppt á útbreiðslukort- inu. Lindroth o. fi. (1973) telja brekkubobbann ekki finnast í Vest- mannaeyjum, enda fundu þeir hann ekki þar í hinni itarlegu könnun sinni á dýralífi eyjanna. Telja þeir, að fundur Schlesch á honum þar (Zool. of Iceland) eigi því ekki við rök að 81 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.