Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 20
styðjast. Trausti Einarsson (1970) get- ur þó um brekkubobbann i Heimaey og veltir vöngum yfir tilvist hans þar. Eftir því sem best er vitað lifir brekkubobbinn í Heimakletti og í Klifinu á Heimaey, og hafa margir safnað honum á þessum stöðum (Gest- ur Guðfinnsson, Páll Einarsson, Páll Steingrímsson, Trausti Einarsson, munnlegar upplýsingar). Fjölmörg litarafbrigði eru til af brekkubobbanum á íslandi. Þeim hafa verið gerð ítarleg skil af Owen og Bengtson (1972), Bengtson o. fl. (1976) og Einari Árnasyni og Grant (1976). Grein inga rlykill Eftir greiningarlykli þeim, sem hér fer á eftir, á að vera unnt að ákvarða alla íslenska landkuðunga til tegund- ar. Ákvörðun flestra algengra tegunda er fremur einföld, en oftast þarf þó að beita sterku stækkunargleri (10— 20x)- í lyklinum er jafnan miðað við fullvaxin eintök. Greining ungviðis er oft erfið og byggist að miklu leyti á samanburði við fullvaxin eintök. Ungir sniglar þekkjast lielst á því, að innsti (efsti) vindingurinn (fóstur- vindingurinn) er tiltölulega stór í samanburði við breidd kuðungsins. Talning vindinga og nokkur fræðiorð eru skýrð á 24. mynd. Tveir algengir vatnasniglar, Lym- naea peregra, vatnabobbi, og L. trun- catula, tjarnabobbi, svo og vatna- sniglaættin Planorbidae eru látin fljóta með í greiningarlyklinum, því að þessum sniglunr er oft ruglað sam- an við landsnigla. 24. mynd. Talning vindinga og nokkur fræðiorð. 1 út rönd breidd 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.