Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 26
Erlingur Hauksson: Útbreiðsla og kjörsvæði fjörudýra í Breiðaíirði Inngangur Þessi grein fjallar um könnun á út- breiðslu fjörudýra í Breiðafirði senr gerð var sumarið 1973, er við Karl Gunnarsson líffræðingur unnum að mælingum á þangmagni í Breiðafirði fyrir Undirbúningsfélag þörunga- vinnslu h.f. (Karl Gunnarsson og Er- lingur Hauksson 1973). Litlar rann- sóknir á útbreiðslu dýra hafa áður verið gerðar í Breiðafirði. Könnun þessi bætir nokkru í skörð hinnar gloppóttu myndar af útbreiðslu fjöru- dýra hér við land og gefur nákvæmari útbreiðslumörk sumra tegunda við fs- land. Sérstakar þakkir vil ég færa dr. Arn- þóri Garðarssyni prófessor, sem var umsjónarmaður þessa verkefnis og leiðbeindi við ákvörðun burstaorma, dr. Agnari Ingólfssyni prófessor, sem leiðbeindi við ákvörðun krabbadýra, og Karli Gunnarssyni líffræðingi fyrir gott samstarf við sýnatöku. Þakkir færi ég einnig Guðmundi Ólafssyni líffræðingi í Flatey og eyjabændunum Jóni Daníelssyni, Nikulási Jenssyni, Gísla Jóhannssyni, Hafsteini Cxtið- mundssyni og fjölskyldum þeirra fyrir hlýjar móttökur og margvíslega hjálp. Framkvcemd Stöðvar í Vatnsfirði, í Kjálkafirði, á Reykjanesi, á Skarðsströnd og í út- eyjum eru þær sömu og skorið var þang á og voru staðsettar til að gefa sem liesta mynd af magni klóþangs í norðaustanverðum Breiðafirði (Karl Gunnarsson og Erlingur Hauksson 1973). Síðan bætti ég við stöðvum á Melanesi, á Hagaboða, í Gilsfirði, í Hvammsfirði og á Snæfellsnesi, til þess að bæta við upplýsingum um út- breiðslu fjörudýra í Breiðafirði. Söfn- unarstöðvar (1. mynd og Tafla 1) urðu alls 35 talsins. Söfnun hófst í júní og lauk í september 1973. Á hverri stöð var dýrum safnað á fjöru, frá efri mörkum kleltadoppu (Littorina saxatilis (Olivi)) að efri mörkum þarabeltisins (Laminaria sp.). Reynt var að leita á sem fjöl- breytilegustum stöðum í fjörunni og fá sem flestar dýrategundir á hverri stöð. Fjörur Breiðafjarðar Athugunarsvæðið nær frá Rauða- sandi og Öndverðarnesi og allt inn í botn Gilsfjarðar og Hvammsfjarðar. Fjörur allra skerja og eyja í firðinum Náuúrufræðingurinn, ‘17 (2), 1977 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.