Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 27
eru meðtaldar. Stærð þessa íjörusvæð- is er mikil. Agnar Ingólfsson (1975) hefur áætlað stærð þess alls um 214 km-, er það meira en helmingur af fjörum landsins, ef lífvana sandfjörur eru undanskildar. Strönd Breiðafjarðar er afar vog- skorin og auk þess er þar mergð eyja og skerja. Fjörur í Breiðafirði eru yíirleitt breiðar og aflíðandi. Munur flóðs og fjöru á meðalstórstreymi er yfirleitt mikill, t. d. rúmlega 4 m í Flatey. Þó valda jiröng sund milli eyja og skerja eflaust breytilegum sj ávarföl 1 um innfj arða. Mikill fjöldi eyja og skerja í firð- inum verja innri hluta hans fyrir haf- öldunni og draga úr áhrifum undir- öldu og brirns. Fjörur eru því all- flestar skjólsælar eða mjög skjólsælar (við mat á brimasemi studdist ég við Lewis 1972). Allbrimasamar íjörur eru helst á ströndum úteyja sem vita móti fjarðarmynninu og á annesjum, þar sem sterkra sjávarfallastrauma eða úthafsöldu gætir. í skjólsælum aflíð- andi fjörum Breiðafjarðar dafnar kló- þang (Ascopliyllum nodosum (L.) Le Jol.) með ágætum á steinum og klöpp- um. Leir og sandur safnast fyrir í botni fjarða og í skjólsælar fjörur. Al- gengustu fjörugerðir Breiðafjarðar eru sambland kletta- og leirfjöru, þ. e. a. s. klóþang á klöppum og hnullung- unt sem standa upp úr leirum. Fjörum Breiðafjarðar má skipta í eftirtaldar gerðir: 1. Skeljasandsfjörur með hraun- flákum vöxnum þangi, oft bóluþangi og skúfaþangi. Þessar fjörur eru ein- 89

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.