Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 30
ekki á st. 10, 15, 22, 23, 25, 27, 28. Krækl- ingurinn lifir við mjög mismunandi skil- yrði. í brimasömum fjörum myndar hann oft belti og er ]j;i fjöldinn mikill, en kræklingurinn smávaxinn. í allbrimasöm- um og skjólsælum fjörum er hann oft strjálli, en stærri. Hann íestir sig í skjól- sælum fjörum bæði á hart undirlag og þang. Myndar stundum klasa á þangi og á steinum í leirum, sérstaklega í nánd við árósa. Modiolaría discors (L.), silkihadda. Fannst á 10 stöðvum í norðaustanverðum Breiða- firði, st. 11, 14, 17, 18, 20, 21, 22, 23, 24, 27. Algengust á Reykjanesi og í úteyjum. Virðist bundin við fjörur þar sem fersk- vatns gætir lítt. Silkihaddan lifir sem ásæta á steinum og þangi, neðarlega í l jör- unni. Modiola modiolus (L.), aða. Fannst á tveimur stöðvum 2, 14. Algengust neðan fjörumarka, en fer upp í fjöruna í poll- um og þar sem brimasamt er. Anornia squamula (L.), gluggaskel. Fannst á þremur stöðvum, 2, 7, 12. Gluggaskelin er algengust í þarabeltinu, fyrir neðan fjörumörk. Hún sækir upp í fjöruna í fjörupollum, þar sem allbrimasamt er. Lifir sem ásæta á steinum og þara. Cyamium minutum (Fabricius), mæruskel. Algeng á 29 stöðvum. Fannst ekki á st. 1, 5, 25, 31, 32, 35. Mæruskel er á klóþangi í þangivöxnum fjörum, en þó ekki þar sem brimasamt er eða ferskvatnsáhrifa gætir. Cardium edule (L.), hjartaskel. Fannst á st. 35 f grófri leiru. Fundin hér og þar sunnan- og vestanlands frá Stöðvarlirði í Önundarfjörð (Ingimar Óskarsson 1964). Macoma calcarea (Chemnitz), hallloka. Fannst á st. 35, í grófri leiru. Hialella arclica (L.), rataskel (Saxicava arctica, Zool. Icel.). Fannst á st. 14, í all- brimasamri klettafjöru. Mya truncala (L.), smyrslingur. Fannst á st. 35 í grófri leiru. Krabbadýr Hrúðurkarlar (Cirripedia) Balanus balanoides (L.). Var á öllum stöðvum í Breiðafirði, nema st. 33. Fannst á st. 5, 13, 15, 25, 26, 28, 29. Algengur á hinum stöðvunum. Þessi lirúðurkarl myndaði áberandi belti í brimasömum fjörum, en í skjólsælum fjörum var hann dreifðari. Algengastur ofarlega i fjörunni, en náði sums staðar talsvert niður eftir henni. Balanus crenatus (Bruguiére). Fannst á tveimur stöðvum, 24 og 35. Asæta á stein- um, þangi og kræklingi í fjörunni, en al- gengari neðan fjörumarka. Hefur fundist við suðurland og vesturland. Hrafnanes í Berufirði er nyrsti fundarstaðurinn liér við lancl. Verruca stroemia (O. F. Miiller). Fannst á st. 14, í brimasamri klettafjöru. Asæta á steinum í fjörunni. Algengust neðan fjörumarka, sérstaklega á þarastilkum. Þanglýs (Isopoda) Idotea emarginata (J. C. Fabricius). Fannst á st. 1, í brimasamri fjöru. Lifir venjulega neðan fjörumarka, en leitar ofar 1 brimasömum fjörum. Hefur fund- ist víðs vegar við strendur landsins, þó ekki við norðaustur-, austur- og suðaustur- lancl. Idotea granulosa (Rathke). Var á 19 stöðv- um í fjörum Breiðafjarðar. Algeng á st. 1, 2, 12, 14, 18, 27, 34. Fannst á st. 3, 15, 16, 19, 20, 23, 24, 26, 28, 29, 32, 35. Al- gengust í úteyjum og í öðrum allbrima- sömum fjörum, þar sem ferskvatnsáhrifa gætir lítið. Virðist forðast fjörur Vatns- fjarðar og Kjálkafjarðar, og er sjaldgæf i Hvammsfirði, enda má ætla að ferskvatns gæti jiar í nokkrum mæli. Helclur til í klóþangsbeltinu. Hefur fundist í fjörum víðs vegar um land, en þó ekki við norð- austur-, austur- og suðausturland. Idolea pelagica (Leacli). Fannst á st. 1, i brimasamri fjöru. Var þar í skúfaþangs- beltinu. Hefur áður fundist við suðvest- ur-, vestur- og norðvesturland og í Skaga- firði (Agnar Ingólfsson munnl. uppl.). 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.