Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 31
Jaera albifro^is Leach. Var á sjö stöðvum í Breiðafirði. Algeng á st. 13, 19, 35. Fannst á st. 5, 18, 22, 30. Algengust í út- eyjum og í Grundarfirði. Virðist velja skjólsælar íjörur og jrola talsverð fersk- vatnsáhrif. Heldur sig undir steinum og þangi, í klapparþangsbeltinu og efst í klóþangsbeltinu. Heíur fundist í fjörum l'lestra landshluta, en ekki við austur- og suðausturland (Solignac 1972). Jaera ischiosetosa (Forsman). Fannst á st. 7, ofarlega í fjörunni í ferskum læk. Hef- ur fundist í fjörum allra landsfjórðunga, nema austur- og suðausturlands (Solignac 1972). Jaera praehirsuta (Forsman). Var á sjö stöðvum. Algeng á st. 32. Fannst á st. 4, 5, 7, 9, 27, 35. Virðist halda sig i skjól- sælum fjörum þar sem ferskvatns gælir. Var undir steinum og þangi, í klappar- þangsbeltinu og efst í klóþangsbeltinu. Hefur áður fundist við suðvestur-, norður- og norðausturland (Solignac 1972). Marflær (Amphipoda) Hyale nilssoni (Rathkc). Fannst alls á 23 stöðvum. Algeng á st. 12, 13, 18, 19, 32, 34. Fannst á st. 1, 2, 3, 4, 8, 9, 11, 14, 15, 16, 17, 26, 27, 28, 29, 30, 35. Algengust í úteyjum og syðri liluta fjarðarins. Fannst bæði 1 brimasömum og skjólsælum fjör- um, hafrænum fjörum og þar sem fersk- vatns gætti. Lifir ofarlega í fjörunni, oft- ast í klapparþangsbeltinu, en stundum neðar. Hefur funclist víða urn land, en jx> ekki við norður-, norðaustur- og suðaust- urland. Pseudalibrotus littoralis (Kröyer). Fannst á st. 32 og 33, í sandfjörum. Heíur fund- ist viða um land, en ekki við norðaustur-, austur- og suðausturland. Anonyx nugax (Phipps). Fannst á st. 35, í skjólsælli leiru. Gammarellus homari (J. C. Fabricus). Sundmarfló sem tekin var í fjöruborðinu, á tveimur stöðvum. Algeng á st. 1. Fannst á st. 34. Stöðvarnar voru brimasamar eða allbrimasamar klettafjörur. Hefur fund- ist víða umhverfis landið, ncma við suður- og suðausturland. Gammarus oceanicus Segerstrále. Var á fimm stöðvum. Algeng á st. 5, 7, 33, 35. Fannst á st. 25. Þessi teguncl fannst í skjól- sælum fjörum þar sem ferskvatnsáhrifa gætti. Marílóin fannst ofarlega í fjörunni undir þangi, eða á sundi yi'ir leiru. Hefur fundist allt í kringum land, nema á norð- austur- og suðausturlandi. Gammarus zaddachi Sexton. Algeng á st. 5, í Vatnsdalsárós. Virðist bundin stórum árósum, þar sem ferskvatnsáhrif eru mikil. Fannst ofarlega í fjörunni, undir þangi og steinum. Þekkist frá suðvesturlandi til norðausturlands. Gammarus oceanicus Segerstrále. Var á 17 stöðvum í Breiðafirði. Algeng á st. 2, 3, 5, 25, 28, 29, 31, 33, 35. Fannst á st. 4, 9, 20, 24, 26, 30, 32, 34. Virðist nokkuð algengari í sunnanverðum firðinum en að norðan og fannst ekki í úteyjum. Teg- undin hélt sig neðarlega í klóþangsbelt- inu, undir steinum og þangi. Marinogammarus finmarchicus (Dalil). Var á 22 stöðvum. Algeng á st. 4, 9, 10, 11, 20, 24. Fannst á st. 6, 7, 8, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 23, 26, 27, 28, 29, 30, 34. Al- gengust í norðanverðum Breiðafirði. Fannst einnig í úteyjum og á Skarðs- strönd, en er sjaldgæfari á Snæfellsnesi. Hélt sig undir steinum og á þangi um allt klóþangsbeltið. Hefur fundist við suð- vestur-, vestur-, norðvestur- og austurland. Marinoga'/nmarus marinus (Leach). Var á fimm stöðvum. Algeng á st. 12. Fannst á st. 4, 16, 30, 35. Hélt sig ofarlega i kló- þangsbehinu og í klapparþangsbeltinu, bæði í skjólsælum og allbrimasömum fjör- um. Aður hefur þessi tegund fundist við suður-, suðvestur- og vesturland, að Olafs- vík á Snæfellsnesi. Gíslalækur í Vatnsfirði (st. 4) er því nyrsti staðurinn sem þessi marfló hefur fundist á og úteyjar Breiða- fjarðar nyrsti staðurinn þar sem liún er í nokkru magni liér við land. Marinogammarus obtusalus (Dalil). Al- geng um allan Breiðafjörð, vat á 28 stöðv- 93

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.