Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 35
Scalibregma mflatum, Nerine cirra- tulus, Chaetozone setosa, Ammotry- pane aulogaster. Einnig í’undust þar í sandfjöru marflóartegundirnar Ano- nyx nugax og Pseudalibrotus littor- alis, hjartaskel (Cardium edule), liall- loka (Macoma calcarea) og smyrsling- ur (Mya truncata). Leiruskeri (Nereis diversicolor fannst í fjörum norðan og sunnan Breiðafjarðar, þar sem ferskvatns gætti. Erfitt er að gera greinarmun á all- brimasamri og skjólsælli fjöru, og brimasamri og allbrimasamri fjöru. Samt sem áður kemur frarn munur þegar bornar eru saman skjólsælar fjörur og brimasamar. Ekki voru nógu margar brimasamar fjörur athugaðar í Breiðafirði til að tæmandi mynd fengist af þessum mismun, en hér á eftir verður þó reynt að gefa nokkra hugmynd um hann. Allbrimasamar fjörur eru yfirleitt klettafjörur eða klettar ásarnt sand- flákum og nröl. Þang er oft talsvert, fyrst og fremst bóluþang og skúfa- þang ásamt klóþangi. Klóþangið er styttra og gróskuminna en í skjólsæl- um fjörum. Tegundasamsetning er svipuð og í skjólsælum fjörum, en auk þess bætast við ýmsar tegundir sem iifa venjulega neðan klóþangsbeltis- ins, en færast nú ofar: kúfstrútur (Lacuna pallidula), þarastrútur (Lac- una divaricata), gljásilfri (Margarites helicinus), silkibadda (Modiolaria dis- cors) og olnbogaskel (Acmea testudin- alis). Hrúðurkarlinn Balanus balan- oides verður algengari, og jaðrar við að hann myndi belti á klettum og steinum ofarlega í fjörunni. í úteyj- um myndar B. balanoides greinilegt belli í fjörunni. Þanglúsin Idotea granulosa verður algengari með auk- inni brimasemi og Amphithoe rubri- cala (marfló), trjónukrabbar (Hyas spp.) og kuðungakrabbi (Eupagurus bernhardus) finnast. Lokaorð Alls voru G8 tegundir fjörudýra greindar á 35 stöðvum við Breiða- fjörð, meðalfjöldi tegunda á stöð var um 20. Algengustu fjörugerðirnar eru skjólsælar leirur með gróskumiklu klóþangi á klöppum og klettagöng- um. Tegundasamsetning á stöðvum er frekar einsleg. Algengustu tegundir voru: Littorina saxatilis, klettadoppa Littorina obtusata, þangdoppa Balanus balanoides (hrúðurkarl) Thais lapillus, nákuðungur Arenicola marina, sandmaðkur Onoba aculeus, baugasnotra Cyamium minutum, mæruskel Skeneopsis planorbis, mærudoppa Mytilus edulis, kræklingur Marinogammarus oblusatus (marfló) Fabricia sabella (burstaormur) Pygospio elegans (burstaormur) Þær fundust allar á yfir 70% af söfn- unarstöðvum. Flestar ofangreindra tegunda eru algengar í fjörum allt í kringum landið. Eftirfarandi tegundir náðu nyrstu mörkum þekktrar útbreiðslu sinnar við Island í Breiðafirði: hrúðurkarl- inn Balanus crenatus, marflóin Mar- inogammarus marinus og burstaorm- arnir Scolelepis girardi, Nerine cirra- tulus og Polydora ciliata. Niðurstöður slíks verkefnis sem 97 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.