Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 37
Stefán Aðalsteinsson: Holdastuðull nokkurra íslenskra silunga Svokallaður Fulton stuðull hefur verið notaður til að mæla næringar- ástand silunga. Stuðull þessi, K, er reiknaður eftir formúlunni: þar sem Þ = þungi silungs í grömm- um og L = lengd hans í sentimetr- um. Norðmenn telja það vel viðun- andi, ef stuðull þessi er 1,0 eða hærri. Hér á eftir verður gerð grein fyrir holdastuðlum á nokkrum eldissilung- um og veiddum villtum silungum. Sumarið 1969 keypti greinarhöf. um 150 sumaralin bleikjuseiði frá Veiðimálastofnuninni. Voru seiði þessi flutt með flugvél í Egilsstaði, en þaðan með bíl að Vaðbrekku í Hrafn- kelsdal, N.Múl. Þangað komu seiðin hinn 27. ágúst 1969. Seiði þessi voru sett í poll, sem gerður hafði verið við svonefndan Volgalæk um 300 m sunnan við bæ- inn á Vaðbrekku. Lækur þessi er upp- spretta, jafnvatnsmikill árið um kring og jafnheitur, um 12° C við upptök. Pollurinn var gerður um 5 metra frá upptökum, og var lækurinn látinn buna úr stokk ofan í pollinn. Yfir- fallsstokkur var settur í pollinn, þannig að útrennslisvatn var tekið í hann niðri við botn. Pollurinn var ca. 2 X 4 m að flatarmáli og um 1,0 m djúpur. Hann var grafinn með skurð- gröfu í þykkan fokmoldarborinn mýr- arjarðveg og var ekki fóðraður að innan. Silungsseiðin voru alin á innfluttu, köggluðu silungafóðri frá Svíþjóð (Ewos silungafóður F32, Nr. 3, fyrst og Ewos silungafóður F52 B, Nr. 4, síðar). Gjöf önnuðust þau hjónin Aðalsteinn Aðalsteinsson og Sigríður Sigurðardóttir á Vaðbrekku og börn þeirra. Vorið og sumarið 1970 voru silung- arnir skoðaðir, og fengust þá þær töl- ur yfir þunga þeirra, lengd, mesta um- mál og holdastuðul, sem sýndar eru í 1. töflu. Silungarnir voru í mjög góðum holdum, þegar þeir voru veiddir, eins og holdastuðullinn sýnir. Til átu voru þeir einnig ágætir, bæði soðnir og steiktir, en fiskurinn var skjannahvít- ur og hvergi roðalitur á. Var kennt um, að fóðrið hefði verið of einhæft og vantað hefði í það þau efni sem gefa bleikrauða litinn á fiskinn í ís- lensku bleikjunni. Náttúrufræðingurinn, 47 (2), 1977 99

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.