Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 44
Tvi-Bollar í stað Mið-Bolla nota ég nafnið Tví-Bollar, því bæði er að það er til (Sigurðsson, 1976), og svo er það í fyllsta máta réttnefni. Gígirnir eru nefnilega tveir saman og mætti sann- arlega kalla þá Litla og Stóra, því litli gígurinn nær hinum varla í „mitti“ og er honum á hægri hlið sé horft í norður. Báðir eru gígirnir brattir, hlaðnir úr gjalli og gjallklepr- um og mjög unglegir. Stærri gígurinn er um 35—40 m hár yfir umhverfið og í um 480 m hæð yfir sjó. Hann er opinn móti norð- vestri og þá leið hefur hraunið runn- ið, fyrst í bröttum fossi en síðan að mestu í neðanjarðarrásum og hellum, sem hafa kvíslast á ýmsa vegu þegar neðar dró (2. mynd). Hinir svo nefndu Dauðadalahellar, sem margir kannast við, eru í þessu hrauni. Það hefur runnið yfir hraunið úr Stóra-Bolla. Mjó kvísl hefur runnið meðfram Lönguhlíð og kvíslast þar á ýrnsa vegu en meginhraunið liefur fallið í breiðum fossi allt norður að Helga- felli. Loks hefur jjað sent mjóan straum vestur með Helgafelli að suð- vestan. Má þar víða sjá að Jrað hefur fallið ofan í sprungur í eldra hrauni, Jtví sem Gullkistugjá er í og ég tel að komið sé úr Stóra-Bolla. Það hefur Jiar, niðri á sléttlendinu, belgst upp í háar bungur og ávala garða. Út frá þeim hafa svo hér og jjar komið und- anhlaup, sem eru svo þunn að tals- verða aðgæslu þarf til að fylgja brún- um hraunsins. Hraunið sjálft er pla- gioklasdílótt en dílarnir eru mun færri og smærri en í hrauninu frá Stóra-Bolla, og er yfirleitt vandalaust að þekkja þau á ]>ví einu. Samsetning Tvíbollahrauns reynd- ist vera á Jiessa leið: Plagioklas .......... 51,8% Pyroxen ............. 31,2% Ólivín ............... 7,3% Málmur ............... 9,0% Dílar: Plagioklas .......... 10,3% Ólivín ............... 0,6% Tala punkta......... 455 Nokkuð er um allstóra plagioklas- díla í hrauninu og talsvert um minni díla. Þeir eru mjög beltaðir „zoner- aðir“, fjölmyndaðir (twinned) og mik- ið um gler innan í Jreim en dílarnir með heila skarpa kanta. Einstaka all- stórir ólivíndílar koma fyrir í hraun- inu. Aldur hraunsins Nokkur ár eru nú liðin frá Jjví að ég fyrst frétti um að jarðvegslag væri sýnilegt undir hrauni við Helgafell. Gísli Sigurðsson varðstjóri í Hafn- arfirði, sem er mikill náttúruskoðari og náttúruunnandi, hafði fundið þennan stað. Hann bauð mér fylgd sína þangað og fórum við upp að Helgafelli og fundum staðinn (3. mynd). Hraun hefur Jrarna runnið yfir gróið land, en síðar hefur leys- ingavatn skorið sér farveg meðfram hraunröndinni og grafið sig inn undir hana og ntá þar sjá Jjverskurð af jarð- vegslaginu undir hrauninu. Athyglis- vert er að ljóst öskulag er í sniðinu nær ntiðju en svart öskulag nokkru ofar og annað svart öskulag neðar (4. ntynd). Hraunið er þarna aðeins 0,5— 0,75 nt Jjykkt. í jarðvegstorfu ofan á 106

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.