Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 48
Guðmundur Eggertsson: Nýjungar í erfðarannsóknum Erfðaefni flutt á milli tegunda Kynning efnis I þessari grein verður sagt frá rann- sóknaraðferðum sem nýlega hafa ver- ið fundnar upp og oft eru kenndar við erfðaverkfræði. Með því að beita þessum aðferðum er nú hægt að tengja saman erfðaefni sem einangr- að ltefur verið úr fjarskyldum tegund- um. Slíka bastarða erfðaefnis er síð- an hægt að flytja inn í lifandi frumur og halda þeim þar við. Þannig er t. d. auðvelt að flytja erfðaefni úr spendýri inn í gerilfrumu. Ég fer fyrst nokkrum orðum um eðli og hlutverk erfðaefnisins og drep á viss meiri háttar vandamál erfða- fræðinnar sem vonir standa til að hægt verði að ieysa með hjálp hinna nýju aðferða. Síðan lýsi ég aðferðun- um sjálfum og ræði frekar um gagn- semi þeirra. Loks mun ég fjalla um gagnrýni sem þessar aðferðir hafa sætt. Hlutverk lijarnsýrunnar Oft er til þess vitnað, og ]jað með réttu, að á síðustu 3—4 áratugum hafi orðið stórkostlegar framfarir í erfða- vísindum. Framfarir þessar eru öðru fremur fólgnar í því að áunnist hefur verulegur skilningur á eðli þeirra boða sent berast á rnilli kynslóða og ráða erfðaeiginleikum einstaklinga. 1 fyrsta lagi hafa menn uppgötvað að þessi boð eru fólgin i kjarnsýrunni DKS (DNA), sem því má með sanni kalla erfðaefni tegundanna. í öðru lagi hafa menn öðlast skiln- ing á byggingarlagi þessara kjarnsýru- sameinda og skilja I meginatriðum hvernig þær eru eftirmyndaðar í hverri frumukynslóð. í þriðja lagi hefur verið skýrt hvernig kjarnsýran ræður gerð hvítu- sameinda (prótína) og hefur með þeim hætti vald á allri gerð og öllu starfi frumu og lífveru. DKS fyrirfinnst sent geysilangir þræðir í litningum allra fruma. Þræð- irnir eru tvöfaldir, gormsnúnir, settir saman úr smásameindum sem kallast núkleótíð eða kirni. Kirnin eru ferns konar. Þau eru oft táknuð með bók- stöfunum A, T, G og C. Kirni í mót- stæðum þáttum tvöfalda gormsins parast með reglubundnum hætti þannig að A parast alltaf við T og G við C (1. mynd). Lengd DKS sam- einda er oft tilgreind í kirnispörum. Náttúrufræðingurinn, 47 (2), 1977 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.