Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 51
mót við smíð peplíðkeðju (2. mynd). 1 frumum sem hafa kjarna er RKS mynduð í kjarnanum en hvíta er bú- in til í umfrymi frumunnar. Þannig 'flytur DKS boð, erfðaboð, á milli kynslóða. í frumunni er þessi boð umrituð, a. m. k. að liluta, yfir í RKS boð, senr síðan eru „þýdd“ yfir á „amínósýru-mál“ hvítusameinda. Þetta er oft táknað þannig: eftirmyndun Nú er því við að bæta að hvítur eru notaðar í frumunni bæði sem líf- hvatar (ensím) og senr byggingarefni. Því senr næst öll efnahvörf sem franr fara í lifandi frunrum eru livötuð af sérvirkum lífhvötum og flest bygging- arvirki frumunnar eru að verulegu leyti gerð úr hvítunr. Því er varla of- sagt þótt fullyrt sé að allir „eigin- leikar“ frumunnar séu að nreira eða nrinna leyti mótaðir af lrvítusanreind- unr. Með því að ráða gerð hvítusanr- einda ræður DKS þess vegna jafn- framt erfðaeiginleikum fruma og líf- vera. Hér lrefur verið stiklað á stóru unr lrlutverk kjarnsýrunnar. Frekari vitn- eskju má t. d. sækja í hina ágætu bók Watsons, senr tilgreind er í heimilda- skrá. Óleyst vandamál Enda þótt nrikið hafi áunnist eiga erfðafræðingar sanrt ærið starf óunnið. Þrjú af mikilvægustu viðfangsefnum þeirra um þessar nrundir eru í fyrsta lagi skipulag og hlutverkaskipting erfðaefnis í heilkjörnungum (euka- ryotes; til þeirra lreyra allar lífverur nema gerlar og blágrænir „þörung- ar“), í öðru lagi temprun á starfsenri erfðaefnis í sönru lífverunr og í þriðja lagi stjórn erfðaefnisins á þroskun einstaklingsins. Öll eru þessi víð- feðnru viðfangsefni reyndar samtvinn- uð. En því nefni ég þau sérstaklega lrér, að vonir standa til þess að hinar nýj u rannsóknaraðferðir erfðaverk- fræðinnar geti stuðlað verulega að úr- lausn þeirra. Til þess að skýra nokkuð eðli og yfirgrip þessara viðfangsefna skal nú sagt lítið eitt frá því lrvernig þekk- ingu á erfðaefni mannsins er varið urn þessar mundir. Erfðaefni tvílitna mannsfrumu er skipað í 22 litningatvennur, auk kyn- litninga, sem eru tveir X-litningar í frunrum konu en einn X-litningur og einn Y-Iitningur í frumurn karls. Tal- ið er að í hverjum litningi sé ein samfelld, tvöföld DKS sameind. Litn- ingarnir eru mjög misstórir og það eru DKS sameindir þeirra einnig. Þær eru frá 1.4 til 7.3 cm á lengd; en þær eru ekki nema 2 nm (0.000002 mm) í þvermál. í litningunum er þessum sameindum þjappað saman, sérstak- lega meðan á frumuskiptingu stenclur. Af lengd DKS sameinda manns- frumunnar má ráða að þær séu alls gerðar úr um það bil 5.6 milljörðum kirnispara. En þess er að minnast að í slíkri tvílitna frumu eru tvö eintök af öllum litningum og öllum genum (að undanskildum X- og Y-litningum í frumu karls). Hefur annað eintakið komið frá föður en hitt frá móður. í einlitna litningamengi mannsins er hins vegar aðeins eitt eintak af hverj- um litningi og hverju geni og þess 113 8

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.