Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 54
og leiðir oft til dauða. En séu veirur seni ræktaðar liafa verið á C stofnin- um látnar smita B stofninn, verður hins vegar ekkert úr sýkingu. Kjarn- sýra veirunnar flyst að vísu inn í B gerilinn, en þar verður hún sérstök- um skerðihvata lians að bráð. Hann rýfur veirukjarnsýruna á nokkrum stöðum og hún verður óvirk. Veiran er þá úr sögunni en fruman lifir. Veira sem á uppruna sinn að rekja til B stofnsins sjálfs er liins vegar ónæm fyrir eigin skerðihvata hans. Hvernig er sliku ónænii varið? Áður en þessari spurningu verður svarað skulum við fyrst gefa gætur að sérvirkni skerðihvatans. Það sem hann greinir er stutt, tvöföld kirnis- röð af ákveðinni gerð. Til eru margir skerðihvatar sem þekkja mismunandi raðir. Dæmi um slíka kirnisröð er sýnt á 3. mynd. Skerðihvatinn rýfur þessa tvöföldu röð á ákveðnum stöð- um eins og sýnt er á myndinni. Við það slitnar tvöfaldi gormurinn að jafnaði. Bútarnir sem myndast hafa ætíð stutta, einþráða enda (röðin AA- TT á myndinni). Sami skerðihvatinn myndar ætíð búta sem liafa sams kon- 3. mynd. Áhrif skerðihvatans EcoRI á DKS. Stjörnumerktu kirnin geta tekið við metýlhópum sem veita vörn gegn skerði- hvatanum. 1 -------GAATTC CTTAAG 1 Eco Rl -----G AATTC-------- CTTAA G ar enda. Skiptir þá ekki máli hvort kjarnsýran sem hvatinn vinnur á er úr gerii, flugu eða manni. En nú er það svo, að vegna liinna sérstöku pör- unareiginleika kirnanna (1. mynd), lrafa slíkir bútar við ákveðin skilyrði tillineigingu til að tengjast aftur, endi við enda. Sagt er að bútarnir ltafi pörunarhæfa enda eða samloðunar- enda. Eins og nú gefur að skilja er slík bútatenging algerlega óltáð því úr ltvaða lífveru bútarnir eru upp- runnir, hafi þeir einungis verið sniðn- ir af sama skerðihvatanum. Þess kon- ar tenging Jryggist í upphafi einungis á reglubundinni pörun samstæðra kirna (A-T, G-C), en hana er liægt að innsigla með ltjálp sérstakra tengi- livata (lígasa). Þeir endurmynda sam- gildu tengin sem skerðilivatinn liafði rofið. Þannig er ltægt að tengja sam- an DKS búta úr ólíkum tegundum. Gera má ráð fyrir að kirnisröð sem ákveðinn skerðilivati þekkir komi fyrir með 4.000—16.000 kirnispara millibili í DKS gerilfrumu. Og slíkar kirnis- raðir virðast vera álíka algengar í frumum æðri lífvera. Skerðilrvatar liafa liins vegar einungis fundist í gerilfrumum. Nú er kominn tími til að svara spurningunni um ónæmi B stofnsins fyrir eigin skerðilrvata. I B stofninum er sérstakur lífhvati sem liefur því Iilutverki að gegna að Jræta ákveðn- um atómhópi, metýlhópi, á ákveðin kirni í þeirri kirnisröð sent skerði- hvati B stofnsins þekkir. Þegar kirnis- röðin er þannig nierkt gelur skerði- lrvatinn ekki unnið á henni og DKS B stoínsins er óhult fyrir kjarnsýru- kljúf þessum (3. mynd). Þeirn sem vilja afla sér frekari 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.