Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 58
ekki tiltækar er allmiklum erfiðleik- um bundið að ganga úr skugga um livort tekist hefur að innlima ákveð- in, „útvalin" gen heilkjörnunga í plasmíð. Hér verður að hafa í liuga að yfirleitt er ekki mögulegt að ein- angra ákveðin gen heilkjörnungs- frumu. Flestar tilraunir með innlim- un heilkjörnungsgena í plasmíð liafa því verið gerðar þannig, að alll DKS heilkjörnungsfrumanna hefur verið bútað niður, innlimað af handahófi og plasmíðin síðan flutt inn í geril- frumur. Að því búnu verður að leita að frumum sem bera einmitt hin út- völdu gen. En svo framarlega sem slík gen geta ekki tjáð sig, starfað, í gerilfrumunum, er þess ekki að vænta að þau setji neitt mark á þær, enda þótt þau séu varðveilt í þeim kyn- slóð eftir kynslóð sem hluti af plas- míði. Leitin að útvöldum genum get- ur því orðið erfið. í einstaka tilvikum Iiefur þó þegar tekist að sanna innlimun ákveðins gens eða genahluta úr heilkjörnungs- frumum. Til þessa hefur verið beitt sérhæfðum aðferðum sem ekki er kost- ur að rekja hér. Þó skal þess getið að tekist hefur að innlima blóðrauða (hemóglóbín) gen úr dýrafrumum í plasmíð. Þetta var gert á þann hátt að RKS afrit gensins var fyrst ein- angrað úr rauðum blóðkornum þar sem gnægð er af því. Þetta afrit var síðan umritað yfir í DKS (öfug um- ritun) með hjálp sérstaks lífhvata. DKS sameindirnar sem þannig feng- ust jafngilda blóðrauðageni eða a. m. k. hluta jjess. Þær voru innlimaðar í jrlasmíð og plasmíðin loks flutt inn í lifandi gerilfrumur. Þar voru þau eftirmynduð, en ekki mun hafa orðið vart við starfsemi blóðrauðagensins (Williamson, 1976). J grein Cohens frá árinu 1975 er að finna almenna, aðgengilega lýs- ingu á tilraunum með innlimun gena í plasmíð. Einnig skal bent á nýlega yfirlitsgrein Sinsheimers (1977b). Gagnsemi genaflutningstilrauna Eins og drepið hefur verið á hér á undan gera nrenn sér vonir um að þær aðferðir senr liér hafa verið kynnt- ar geti konrið að nriklum notunr við ýnriss konar undirstöðurannsóknir í erfðafræði, sérstaklega við könnun á erfðaefni heilkjörnunga. Mestu nráli skiptir að lrægt verði að kryfja slíkt erfðaefni með þeinr mikilvirku erfða- fræðilegu og lífefnafræðilegu rann- sóknaraðferðunr senr á undanförnum árum hafa fleygt franr þekkingu nranna á erfðaefni dreifkjörnunga og veira. Vonir standa til þess að þannig takist m. a. að afla haldgóðrar vitn- eskju um hvernig heilkjörnungserfða- efnið er skijrulagt, lrvert er eðli ujrjr- liafs og lokamerkja heilkjörnungs- gena („greinarmerkjasetning" í tákn- málstextanum), og lrvernig varið er starfsemi ýnrissa „stjórngena" senr vit- að er að fyrirfinnast í slíku erfðaefni og eiga þátt í temprun á genastarfi. Yfirleitt er þess vænst að nreð tilraun- um af þessu tæi geti nrenn orðið margs vísari sem varðar tenrjrrun á genastarfi í heilkjörnungum — að manninum meðtöldum. Unr nrikil- vægi þess að afla slíkrar þekkingar hefur þegar verið rætt. En auk þess að konra þannig að gagni við grundvallarrannsóknir nrá ætla að hinunr nýju aðferðunr verði 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.