Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 59
mikið beitt í hagnýtum tilgangi. Menn sjá sér nú leik á borði að flytja gen, sem stjórna myndun ýmissa mik- ilvægra lífefna í heilkjörnungum, inn í gerilfrumur og láta þau starfa að framleiðslustörfum sínum þar. Sem hýslar fyrir slík gen yrðu valdir gerl- ar sem auðvelt og ódýrt er að rækta og fjölga sér ört. Tökum sem dænii genið sem ákvarðar gerð hormónsins insúlíns í mannfrumum. Ef liægt væri að innlima þetta gen í plasmíð og fá það til þess að starfa að insúlínfram- leiðslu í gerilfrumum mundi insúlín- vinnsla verða miklum mun einfaldari og ódýrari en hún er nú. Reyndar hefur jtegar tekist að innlima insúlín- gen úr rottufrumum í gerilplasmíð, en ekki mun enn hafa tekist að fá genið til að starfa eðlilega í geril- frumum. (Ulrich et al. 1977). Eflaust verður reynt: að beita þessum aðferð- um á ýmis önnur gen heilkjörnunga sem ráða gerð verðmætra lífefna. Ekki má heldur gleyma þeim mögu- leika að aðferðir af þessu tæi verði síðar meir notaðar til þess að flytja erfðaefni úr dreifkjörnungum inn í heilkjörnunga. T. d. hafa ntenn nú augastað á genum sem stýra nitur- námi vissra gerlategunda. Þessar teg- undir liafa sérstakt efnakerfi sem ger- ir þeim kleift að nema nitur andrúms- loftsins og hagnýta sér það til eigin uppbyggingar. Slík efnakerfi eru óþekkt meðal heilkjörnunga, sem allir krefjast bundins niturs (nítríts eða ammóníaks). Allir kannast við þörf nytjaplantna fyrir nituráburð. Nú gera ýmsir líffræðingar sér hins vegar vonir um að lakast megi að inn- lima niturnámsgen úr gerlum inn í frumur nytjaplantna og fá þau til að starfa þar. Jafnskjótt yrði þörf þess- ara plantna fyrir nituráburð væntan- lega úr sögunni. Loks hefur verið rætt um að nota genaflutningsaðferðir í þeim tilgangi að lagfæra erfðaágalla í frumum heil- kjörnunga. Slíkar „genalækningar" munu þó enn eiga langt í land og verður ekki rætt um þær hér. Gagnrýni Því er ekki að leyna að þær að- ferðir til genaflutninga, sem hér hef- ur nú verið lýst, hafa mælst misjafn- lega fyrir. Um þær hafa spunnist miklar og harðar umræður bæði með- al lærðra og leikra, sérstaklega í Bandaríkjunum, en þar hafa rann- sóknir af þessu tæi mcst verið stund- aðar. Athyglisverðar greinar eftir Colien (1977), Grobstein (1977), Thomas (1977) og Sinsheimer (1977a) veita innsýn í meginmál þessara um- ræðna. Ekki er teljandi ágreiningur um að mikill fræðilegur og hagnýtur ávinn- ingur geti hlotist af beitingu þessara aðferða. En athygli manna hefur líka beinst að vissum áhættum sem gena- flutningstilraunir kunna að hafa í för með sér. Sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar að réttast væri að banna slíkar tilraunir með öllu. í hópi þeirra sem svo hatrammir eru í and- stöðu sinni eru þó tiltölulega fáir sem liafa sérfræðilega þekkingu á að- ferðunum sem um er rætt. Það sem menn yfirleitt óttast mest við þessar aðferðir og tilraunir er að viljandi eða óviljandi verði búnar til örverur sem skaðlegar eru manninum sjálfum eða umhverfi hans. Til 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.