Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 61
að í Bandaríkjunum verði bráðlega sett alríkislög um slíkar rannsóknir. Þær reglur sent nú eru í gildi í Bandaríkjunum og Bretlandi flokka tilraunir ei’tir því hversu áhættusam- ar þær eru taldar, og eru ákveðin skil- yrði sett fyrir framkvæmd þeirra bæði livað varðar aðstæður á rannsóknar- stofu og notkun tilraunalífvera. Við framkvæmd áhættunrestu tilraunanna er t. d. gert ráð fyrir ámóta aðstæð- um og þegar unnið er með hættuleg- ustu sjúkdómsvaldandi veirur og gerla. Auk þess ber að nota til þeirra sérstaka, veiklaða gerlastofna senr úti- lokað er talið að geti þrifist utan rannsóknarstofunnar. Slíkir stofnar hafa þegar verið „búnir til“ nreð erfðafræðilegunr aðferðum. En það hefur einnritt valdið áhyggjum að sú geriltegund senr erfðafræðingar vilja lrelst nota við þessar tilraunir, E. coli, getur þrifist í þörnrum mannsins og þvagfærum. Tilraunir benda hins veg- ar til þess að þeir stofnar eða afbrigði þessarar tegundar sem erfða'fræðingar gera tilraunir með geti eklii náð fót- festu í mannslíkamanum. Það er ekki laust við að þessar ströngu varúðarráðstafanir, sem sér- fræðingarnir sjálfir hafa átt drýgstan þátt í að koma á, hafi orðið til þess að kynda undir grunsemdum um að hér séu mjög viðsjárverðar tilraunir á ferðinni. Þannig hefur varúð hinna sérfróðu frekar vakið ugg en öryggis- tilfinningu meðal almennings. Menn spyrja: Úr því að sérfræðingarnir sjálfir eru svona varkárir, hljóta þeir þá ekki að vera með eitthvað stór- hættulegt í höndunum? Það væri bæði ósanngjarnt og órétt- mætt að svara þessari spurningu ját- andi, skilyrðislaust. Þvert á móti bendir ntjög margt til þess að ekki sé teljandi hætta á ferðum þótt gen séu flutt með þessum hætti á milli teg- unda. Og ég hygg að erfitt væri að benda á neina þá tilraun með flutn- ing gena úr heilkjörnungum í dreil’- kjörnunga sem fyrirfram væri líkleg til að hafa miklar hættur í för með sér, jafnvel þótt engar varúðarráðstaf- anir væru gerðar. Sannleikurinn er hins vegar sá að engin tök eru enn á að meta áhættuna við slíkar tilraunir til hlitar. Því er allur varinn góður og sjálfsagt að gæta ýtrustu varkárni. Hinar ströngu varúðarreglur NIH eru því réttlætanlegar og vonandi verður sambærilegum reglum hlítt alls staðar þar sem rannsóknir af þessu tæi verða hafnar. Með aukinni þekkingu á erfðaefninu mun síðar koma í ljós hvort ástæða er til að breyta þessum reglum. Að lokum þetta: Hér er um mjög öfluga rannsóknaraðferð að ræða sem líklegt er að geti orðið að miklu liði bæði fyrir grundvallarrannsóknir í erfðafræði og fyrir ýrniss konar hag- nýtar rannsóknir. Þessari aðferð ber þó að beita af fyllstu varfærni. Hún er nú notuð á mörgum rannsóknar- stofum, og livort sem mönnum líkar betur eða verr verður hún trúlega ein af helstu aðferðum tilraunalíffræðinn- ar á næstu áratugum. Byggt á fyrirlestrum sem fluttir voru í Vísindafélagi íslendinga 23. febrúar 1977 og í Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi 25. apríl 1977. 123

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.