Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 63

Náttúrufræðingurinn - 1977, Side 63
Jón Jónsson: Jarðhiti í Vandræðatungum Það var 20. október 1964 að Gísli Sigurbergsson bóndi í Svínafelli í Hornafirði fann jarðhita í Viðborðs- dal á þeim stað er heitir Vandræða- tungur, en þær eru í vesturlilíð dals- ins og liafa sennilega fengið nafn sitt af því hve erfitt er að smala landið. Djtip gil og gljúfur ná þarna að heita má frá dalbotni upp í efstu brúnir en milli þeirra eru tungur þar sent sauðfé getur haldið sig. Erfitt eða ómögulegt mun vera að komast yfir þessi gil víða og verður því ýmist að fara upp á háfjall eða niður í dal til þess að komast leiðar sinnar. Ástæð- an fyrir því að ekki var vitað unt þennan jarðhita fyrr er einfaldlega sú að fram til þessa tíma var hann hulin jökli og var raunar í jökulskúta þegar hann fannst áður nefndan dag. Nokkur ár eru síðan ég hafði spurn af þessurn jarðhita en ekki var það fyrr en sumarið 1975 að mér gafst tækifæri til þess að skoða staðinn en það var 28. ágúst og í hinu fegursta veðri. Miklar breytingar liafa undanfarna áratugi orðið á jöklum á þessu svæði sem víðar. Þar sem jöktxll lá yfir fyrir einum tug ára eru nú sandar og aur- ar sem óðast eru að gróa upp. Fjölbreyttar bergmyndanir eru í Viðborðsdal. Sunnan hans er skamrnt í gabbrófjallið Viðborðsfjall en norð- an eru líparítmyndanir Jökulfells en það fjall hefur áður skilið Viðborðs- jökul frá Hoffellsjökli, en vesturhluti hans heitir raunar Svínafellsjökull. Að öðru leyti er blágrýti ráðandi berg- myndun um dalinn og má fremst í honum sjá hvernig blágrýtishraunin hafa runnið upp að líparítfjallinu, sem því er eldra. Fjöldi ganga er á Jiessu svæði og l'gSH þeir bæði gegnum líparítið og svo gegnum blágrýtislögin frá dal- botni upp í efstu brúnir. Oft hafa gilin grafist meðfram slík- um göngum. Eitt þessara gilja er fyrir framan innstu Vandræðatunguna og neðst í Jtví austan megin er jarðliit- inn. Vatnið seytlar þar fram undan kletti við læk, sem kemur ofan úr gil- inu. Það kemur Jtar víðs vegar með- fram berggangi á um 30 m löngum kafla og út úr jökulbergslagi (tillíti), sem gangurinn sker. Hitaáhrifa frá ganginum gætir báðum megin við hann um 2,5—3 m frá honum til hvorrar hliðar. Sjálfur er gangurinn, sem raunar er margfaldur, 4—6 m breiður. Heita vatnið seytlar fram á nokkrum stöðum en kemur einkum fram vestan undir lítið eitt hallandi Náttúrufræðingurinn, 47 (2), 1977 125

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.