Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 65
Ritfregn F. E. Wielgolaski (ritstj.): Fennoscandian Tundra Ecosystems. Part 1. Plants and microorg- anisms. 366 bls. Part 2. Animals and systems analysis. 337 bls. - Ecological Studies 16 Sc 17. Springer-Verlag. Berlin, Heidelberg, New York. 1975. DM 278 (um 27.000 kr.). í þessum tveimur bókum eru dregnar saman niðurstöður umfangsmikilla rann- sókna sem fóru fram í tilefni alþjóðlegu líffræðiáætlunarinnar (International Bio- logical Programme, IBP) í fjalllendi og norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Heitið túndra er liér notað í nokkru vxðtækari merkingu en oft áður, og er látið ná yfir öll gróðurbelti norðan og ofan samfelldra barrskóga. Samkvæmt þessari skilgreiningu teljast birkiskógar Norðvestur Evrópu til túndru, auk þeirra skóglausu gróðurlenda, svo sem lieiða, mela og mýra, sem einkenna heimskauta- lönd og háfjöll. Öll íslensk gróðurlendi tilheyra túndrunni í þessari víðtæku merkingu, og viðfangsefni þessa ritverks verður því að teljast mjög áhugavert fyrir islenska náttúrufræðinga. Samfélög plantna og dýra í Finnlandi og á Skandínavíuskaganum (Jx. e. í Fennó- skandíu) hafa verið rannsökuð árum sam- an, en fyrri rannsóknir beindust aðeins að litlu leyti af framléiðni og starfsemi vistkerfanna. Rannsóknir af þessu tagi krefjast markvissrar skipulagningar og samræmingar starfs vísindamanna á mörg- um sviðum líffræði og tengdra umhverfis- fræða. í fyrra bindi eru 11 greinar þar sem fjallað er um ýmis almenn atriði, svo sem loftslag, vatnsbúskap, jarðveg, flóru og plöntusamfélög. Þar næst ræðir unx mælingar á uppskeru og frumframleiðni (3 greinar), starfsemi plantna svo sem til- lífun og loftskipti (10 greinar), sundrun og rotverur (8 greinar) og hringrás efna (7 greinar). í síðara bindinu er fjallað um dýralífið, og almennar niðurstöður eru dregnar saman m. a. með stærðfræði- líkönum. Rætt er um fánuna og samsetn- ingu hennar almennt (5 greinar), stofn- fræði dýra (9 greinar), orkubúskap (8 greinar) og beitarfræði (6 greinar). Þá eru tvær stuttar greinar um stöðugleika túndr- unnar og fjarkönnun. Þessu bindi lýkur með 6 greinum um líkön af starfsemi túndrunnar. Alls eru 69 höfundar að rit- gerðum þeim sem liér eru taldar. Eins og efniságrip þetta ber með sér, fjallar rit þetta á mjög breiðum grund- velli um vistfræði skandínavisku túndr- unnar. Hér verður því að stikla á stóru, og hef ég valið þann kost að geta all- ílarlega um nokkrar greinar sem mér fundust forvitnilegar Tvær almennar ritgerðir eftir Eilíf Dahl gefa stutt yfirlit um flóru og plöntu- samfélög á svæðinu og stöðugleika gróð- urfarsins í tíma. Enda þótt þessar rit- gerðir séu stuttar, er mikill fengur að þeim vegna þess að þær nýtast sem lykill að ítarlegri verkum á þessu sviði. Þar ræðir m. a. um áhrif beitar á gróður- lendin, bæði að því er varðar villt dýr, svo sem skógannaðk, læmingja og hrein- dýr, og búsmala. Höfundur telur að gróð- urfarið sé í sjálfu sér stöðugt, en sveiflur í stofnum neytendanna komi af stað sveillum í gróðrinum. Búfé hefur eink- um liaft áhrif á gróðurfar kringum selin í Noregi og eru beitaráhrif um margt hliðstæð því sem gerst hefur hér á landi. Þó er hér sérstaklega bent á þýðingu einis í vernd eftirsóttra beitarplantna. Stutt ritgerð um athuganir á dreifingu og landnámi gróðurs (Elven og Ryvard- en) í kjölfar hopandi jökuls er séilega álnxgaverð. Höfundar notuðu gildrur til þess að veiða fræ og aðr;x dreifihluta (dia- spora). Þegar fræin voru flokkuð eftir út- Náttúrufræðingurinn, 47 (2), 1977 127

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.