Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 3
Páll Imsland Afmælisár Náttúrufræðifélagsins og Náttúrugripasafnsins Á árinu 1989 urðu bæði Hið ís- lenska náttúrufræðifélag og Náttúru- gripasafnið 100 ára. Saga félagsins og safnsins hefur alla tíð verið samofin og uppruninn er einn. Þessi saga verð- ur ekki rakin hér, en ýmis brot hennar hafa verið tekin saman við eldri til- efni. Vonandi verður þessi aldarlanga og merkilega saga rakin hér í ritinu innan tíðar. Að því er unnið. Á þessu afmælisári hefur ýmislegt borið við sem hér verður stuttlega greint frá. Undirbúningur hófst snemma og mun verða gerð grein fyrir honum í skýrslu formanns um starf- semi félagsins á árinu, eins og venja er. Hér mun því ekki farið nákvæm- lega út í tíundun á undirbúningi eða framkvæmd hátíðahaldanna. Aðeins mun sagt frá hinu helsta sem gerðist á þessu hátíðarári eða í tengslum við það. Þá birtast hér einnig þrjár ræður sem haldnar voru í þessu sambandi, þ.e.a.s. ræða forstöðumanns Náttúru- fræðistofnunar íslands, Eyþórs Ein- arssonar, sem hann hélt á afmælishá- tíð Náttúrugripasafnsins í sýningarsal þess hinn 30 september, ræða for- manns Hins íslenska náttúrufræðifé- lags, Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, sem hún hélt á afmælishátíðinni á Hótel Loftleiðum hinn 1. október og ræða menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar, sem hann hélt á sömu há- tíð. I heftinu eru einnig birtar nokkrar myndir sem tengjast þessum hátíðar- höldum og sögu safnsins. LITPRENTUN NÁTTÚRU- FRÆÐINGSINS Áður en fyrstu hefti Náttúrufræð- ingsins á afmælisárinu komu út var sú ákvörðun tekin að nota þessi tímamót til þess að breyta til um útgáfuna og prenta ritið í fullum litum frá og með þessum árgangi. Þetta er því þriðja lit- prentaða heftið, sem nú birtist. Áður höfðu einungis verið prentaðar ein- stöku myndir í lit auk forsíðunnar. Það hafði í för með sér nokkurn vanda varðandi umbrot ritsins. Fjöldi litmynda hafði þó verið hægt vaxandi og í raun var það aðeins tímaspursmál hvenær prentunuin yrði færð algjör- lega yfir í lit. Nú renna allar síður blaðsins í gegn um fjögurra lita prentvél og því er hægt að prenta allar myndir í lit og staðsetja þær þar sem best á við hverju sinni. Litprentunin eykur mjög möguleika ritsins á að birta kort og flóknar eða margþættar skýringar- myndir þannig að gott gagn sé að. Yfirgnæfandi meirihluti allra náttúru- ljósmynda er nú orðið tekinn í lit og því er það augljós kostur að nú skuli vera hægt að litprenta allar slíkar Náttúrufræöingurinn 59 (3), bls. 113-116, 1989. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.