Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 3
Páll Imsland
Afmælisár Náttúrufræðifélagsins
og Náttúrugripasafnsins
Á árinu 1989 urðu bæði Hið ís-
lenska náttúrufræðifélag og Náttúru-
gripasafnið 100 ára. Saga félagsins og
safnsins hefur alla tíð verið samofin
og uppruninn er einn. Þessi saga verð-
ur ekki rakin hér, en ýmis brot hennar
hafa verið tekin saman við eldri til-
efni. Vonandi verður þessi aldarlanga
og merkilega saga rakin hér í ritinu
innan tíðar. Að því er unnið.
Á þessu afmælisári hefur ýmislegt
borið við sem hér verður stuttlega
greint frá. Undirbúningur hófst
snemma og mun verða gerð grein fyrir
honum í skýrslu formanns um starf-
semi félagsins á árinu, eins og venja
er. Hér mun því ekki farið nákvæm-
lega út í tíundun á undirbúningi eða
framkvæmd hátíðahaldanna. Aðeins
mun sagt frá hinu helsta sem gerðist á
þessu hátíðarári eða í tengslum við
það.
Þá birtast hér einnig þrjár ræður
sem haldnar voru í þessu sambandi,
þ.e.a.s. ræða forstöðumanns Náttúru-
fræðistofnunar íslands, Eyþórs Ein-
arssonar, sem hann hélt á afmælishá-
tíð Náttúrugripasafnsins í sýningarsal
þess hinn 30 september, ræða for-
manns Hins íslenska náttúrufræðifé-
lags, Þóru Ellenar Þórhallsdóttur,
sem hún hélt á afmælishátíðinni á
Hótel Loftleiðum hinn 1. október og
ræða menntamálaráðherra, Svavars
Gestssonar, sem hann hélt á sömu há-
tíð. I heftinu eru einnig birtar nokkrar
myndir sem tengjast þessum hátíðar-
höldum og sögu safnsins.
LITPRENTUN NÁTTÚRU-
FRÆÐINGSINS
Áður en fyrstu hefti Náttúrufræð-
ingsins á afmælisárinu komu út var sú
ákvörðun tekin að nota þessi tímamót
til þess að breyta til um útgáfuna og
prenta ritið í fullum litum frá og með
þessum árgangi. Þetta er því þriðja lit-
prentaða heftið, sem nú birtist. Áður
höfðu einungis verið prentaðar ein-
stöku myndir í lit auk forsíðunnar.
Það hafði í för með sér nokkurn
vanda varðandi umbrot ritsins. Fjöldi
litmynda hafði þó verið hægt vaxandi
og í raun var það aðeins tímaspursmál
hvenær prentunuin yrði færð algjör-
lega yfir í lit.
Nú renna allar síður blaðsins í gegn
um fjögurra lita prentvél og því er
hægt að prenta allar myndir í lit og
staðsetja þær þar sem best á við
hverju sinni. Litprentunin eykur mjög
möguleika ritsins á að birta kort og
flóknar eða margþættar skýringar-
myndir þannig að gott gagn sé að.
Yfirgnæfandi meirihluti allra náttúru-
ljósmynda er nú orðið tekinn í lit og
því er það augljós kostur að nú skuli
vera hægt að litprenta allar slíkar
Náttúrufræöingurinn 59 (3), bls. 113-116, 1989.
113