Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 12
nefndin á jafnframt að endurskoða
lögin um Náttúrufræðistofnun Islands.
Slíkt hús er nú farið að kalla Náttúru-
fræðihús, og hafa ýmsir áhugamenn
um málið, einkum þó Hið íslenska
náttúrufræðifélag og Náttúruverndar-
félag Suðvesturlands, unnið því mikið
lið og hjálpað til að þoka því áfram
undanfarin 3^1 ár, og vonandi tekst
nú að koma málinu í höfn.
í tilefni af aldarafmælinu verða hin-
ir endurbættu sýningarsalir nú opnað-
ir formlega; vinnu við salinn á 4. hæð
lauk síðastliðið vor en vinnu við salinn
á 3. hæð er rétt nýlokið. Vinnan í efri
salnum hófst fyrir um það bil fjórum
árum og gekk hægt framan af, þannig
að það var ekki byrjað að vinna að
ráði við sjálfar sýningarnar í skápun-
um fyrr en snemma árs 1988. Þegar
þeim var lokið var tekið til við neðri
salinn sl. vor, og gekk það allt fljótar.
En það er óhemju vinna að setja upp
sýningar eins og hér hefur verið gert.
Þar hefur þurft að þreifa sig áfram
með margt stig af stigi, því fyrirmynd-
ir voru engar hér á landi. Fyrir bragð-
ið hefur þetta orðið nokkuð kostnað-
arsamt, en ég vona að allir séu sam-
mála um að árangurinn sé glæsilegur.
Allan veg og vanda af fyrirkomulagi
innréttinga og sýninga hefur Sigurjón
Jóhannsson leikmyndateiknari haft.
Hann hannaði og teiknaði sýningar-
skápa, og gerði tillögur að uppsetn-
ingu sýninga í skápana í samráði við
starfsmenn stofnunarinnar. Allt yfir-
bragð og svipmót salanna er hans
verk, frábært verk finnst okkur hér.
Við starfsmennirnir höfum svo reynt
að aðstoða hann eftir megni, lagt að
mörkum þann fræðilega grundvöll
sem sýningarnar byggja á og safnað
þeim gripum sem sýndir eru.
Nokkrir verktakar hafa unnið að
ýmsum þáttum verksins. Sviðsmyndir,
undir stjórn Birgis Sveinbergssonar,
hafa smíðað alla skápa, allar innrétt-
ingar og líkön í skápana og aðstoðað
við að koma gripum fyrir í þeim.
Einnig þeir hafa unnið frábært verk.
Af öðrum sem komið hafa við sögu
ætla ég aðeins að nefna tvo, Pál Ragn-
arsson rafvirkja sem séð hefur um all-
ar raflagnir og lýsingu í skápum, og
Jón Baldur Hlíðberg, myndlistarmann
sem aðstoðað hefur við allt fínna
handverk, svo sem líkanasmíð og
málningu á því sem næst öllu sem í
skápunum er.
Öllu þessu fólki þakka ég af alhug
fyrir hönd stofnunarinnar. Einnig vil
ég þakka fjárveitingarvaldinu og þol-
inmóðu starfsfólki stjórnarráðsins,
sem oft hefur sýnt okkur mikið um-
burðarlyndi. Loks vil ég þakka öllu
samstarfsfólki mínu á stofnuninni vel
unnin störf, án þrotlausra starfa og
ósérhlífni þess hefði þetta aldrei tek-
ist.
122